Pizza með Prosciutto og Portobello

Pizza með skinku og sveppum er eitt. Pizza með ítalskri hráskinku (Prosciutto) og Portobello og Porcini-sveppum annað. Ef þið finnið ekki ítölsku sveppina ferska má notaða þurrkaða Porcini eða bara einfaldlega íslensku sveppina.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • tómata passata (ítalskt tómatamauk)
  • ítölsk Prosciuotto-skinka
  • Portobellosveppur
  • Porcinisveppir
  • 2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • 1-2 mozzarellakúlur
  • ferskt basil
  • þurrkað óreganó
  • ólífuolía

Skerið sveppina í litlar sneiðar. Steikið í olíu í 1-2 mínútur ásamt hvítlauknum.

Fletjið deigið út og smyrjið með tómatamaukinu. Kryddið með óreganó. Skerið mozzarellakúlurnar í sneiðar og dreifið um botninn. Raðið skinkusneiðunum yfir og dreifið loks sveppunum yfir.

Bakið við 225-250 gráður (eins mikið og ofninn ræður við) þar til að botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður. Hellið örlitlu af hágæða ólífuolíu yfir ásamt nokkrum söxuðum basilblöðum.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert