Bakaði fyrir Jennifer Connelly

Thelma Þorbergsdóttir bakaði fyrir Jennifer Connelly.
Thelma Þorbergsdóttir bakaði fyrir Jennifer Connelly.

Matarbloggaranum Thelmu Þorbergsdóttur brá heldur betur þegar leikkonan Jennifer Connelly hringdi í hana sjálf þegar hún var á Íslandi og bað hana að baka fyrir sig. Svona lýsur hún samtalinu:

Ring, ring ...

Ég: Halló

Jennifer: Hi, it's Jennifer Connelly, how are you?

Ég: hi, I'm fine thank you (OMG)

Jennifer: I heard you are the best baker in whole Iceland.

Ég: Really?? (hlátur)

Jennifer: (hlátur) well I'm sure that you are better then I am! My son Stellan is turning 9 and I need a cake for his birthday ...

Já! Jennifer hringdi í mig bara sisvona og bað mig að baka eldfjallaköku handa syni sínum og ég var ekki lengi að segja já! Hún sagðist yfirleitt baka sjálf fyrir strákana og að með því að fá köku frá mér myndu þeir loksins uppgötva hverju þeir hafa verið að missa af öll þessi ár, þar sem hún sagði að kökurnar sínar væru ekkert þær bestu í bænum. Stellan vildi fá „yellow cake“ sem er bara venjulegur svampbotn, rjóma, jarðarber og súkkulaði. Hún sagði líka að hann elskaði allt með Oreo svo hann fékk því nokkrar Oreo cupcakes sem hann var hæstánægður með,“ segir Thelma er er farin að blogga á gottimatinn.is.

„Ég og Mr. Handsome kíktum svo til þeirra með kökurnar á sunnudagsmorgni þar sem vel var tekið á móti okkur. Það var svolítið mál að koma kökunni inn í ísskáp hjá þeim þar sem hún varð aðeins stærri en ég lagði upp með í fyrstu, en það tókst á endanum,“ segir Thelma. 

Seinna fékk Thelma sms-skilaboð frá Connelly sem sagði að sonur hennar hefði verið alsæll með kökuna. „Hann tók fullt af myndum af kökunni og sagði hún hefði smakkast dásamlega. Þakka þér kærlega fyrir, þetta var vel heppnað. Hann fékk cupcake í morgunmat í gær. Hann hefði ekki getað verið glaðari,“ sagði Jennifer Connelly í skilaboðunum.

Stellan-afmæliskaka 

Svampbotn

226 g smjör við stofuhita
375 g hveiti
1 msk. lyftiduft
½ tsk. salt
390 g sykur
4 egg
2 tsk. vanilludropar
270 ml mjólk

Hitaðu ofninn í 180 gráður og settu í tvö meðalstór form. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og settu til hliðar. Hrærðu saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt, bættu eggjunum saman við einu í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu hliðarnar og blandaðu vel saman. Bættu vanilludropum saman við.

Fylling

½ lítri rjómi, þeyttur
4 kókosbollur
1 askja af jarðarberjum skorin smátt

Þeyttu rjómann og blandaðu saman kókosbollunum og jarðarberjunum, settu á milli botnanna.

Krem

60 g smjör við stofuhita
250 g rjómaostur við stofuhita
500 g flórsykur
1-2 tsk. vanilludropar
200 g bráðið súkkulaði
1 msk. dökkt kakó

Hrærðu smjörið og rjómaostinn saman þangað til blandan verður mjúk. Bættu flórsykrinum saman við, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Bættu vanilludropum saman við. Blandaðu saman við brædda súkkulaðinu og kakóinu og hrærðu vel. Smyrðu kreminu á kökuna. Skreytt að vild.

Þess má til gamans geta að Thelma vann bollakökukeppnina Fröken Reykjavík í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka