Hafragrautur er flestra meina bót

Guðlaugar Þór Þórðarson og eiginkona hans, Ágústa Johnson.
Guðlaugar Þór Þórðarson og eiginkona hans, Ágústa Johnson.

Guðlaugur Þór Þórðarson borðar hafragraut til að láta sér líða betur en þegar hann vill dekra við sig borðar hann fínan sunnudagsmat.

Ertu myndarlegur í eldhúsinu? Fer nokkuð eftir því við hvað þú miðar. Mér finnst í það minnsta mjög gaman að elda. Við getum orðað það þannig að önnur verk heilla mig ekki jafn mikið en verð ég á minn dag eins og allir aðrir fjölskyldumeðlimir. Nánar tiltekið þriðjudaginn.  

Eldar þú oft? Já ég er geri svolítið af því. Er með skilgreint markmið að taka yfir sunnudagsmatinn. Best þegar ég næ að fara í Melabúðina deginum eða tveim dögum áður. Láta kjötið jafna sig og liggja í kryddlegi.  

Hvað eldar þú þegar þú vilt dekra við þig? Af mörgu er að taka en sunnudagsmaturinn er alla jafna kjöt. Naut, lamb eða kjúklingur. Hreindýrakjöt er ekki lengur til í húsinu.  Sökum þess hve heimilisfaðirinn er slakur í lotterý.

Uppáhaldsmaturinn? Úff, svo mikill matur svo lítill tími. Jafnvígur á þjóðlegan íslenskan og alþjóðlegan mat. Borða nær allan mat. Finnst flest gott. Ætli ég segi ekki heit lifrapylsa með kartöflumús. Fæ það mjög sjaldan. Algjört lostæti.  

Hvaða matar gætir þú ekki verið án? Það er vont að vera án fisks lengi.  

Skrítnasti matur sem þú hefur smakkað? Fórum einu sinni á afrískan veitingastað í París. Guð einn veit hvað við borðuðum.  

Hvað eldar þú á föstudögum? Það er mjög lítil eldamennska á þeim dögum. Langoftast heimalagaðar pizzur. Ég kaupi deig á Gullöldinni og síðan eru gerðar pizzur með engri tómatsósu. Venjulega úr Jamie eda California Pizza chitchen. Ef við förum ekki pizzuleiðina þá kaupum við okkur bakka með kjöti og ostum frá Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Það slær í gegn hjá öllum aldurshópum. Rauðvín er hinsvegar nauðsynleg með þessu fyrir gamla settið.    

Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hafragrautur er flestra meina bót.  

Hvað finnst þér erfiðast að elda? Fisk.  

Hvað fullkomnar góða máltíð? Fjölskyldan og vinir – og gott vín

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert