Tartalettur með aspas og rækjum

Þær eru margar hefðirnar um jólin og mismunandi eftir fjölskyldum. Mörgum þykir ómissandi að fá tartalettur í forrétt og hafa jafnvel fylgt þessari uppskrift hér árum og áratugum saman.

  • 3 pelar af rjóma
  • 5 dósir af gænum spergilbitum (aspas)
  • 1 dós sveppabitar
  • ½ kg úthafsrækjur
  • smjör
  • hveiti
  • tartalettu form

Gerð er smjörbolla úr hveitinu og smjörinu og síðan hrærð út með rjómanum og safanum af spergilbitunum uns sósan er hæfilega þykk. Þá er spergilbitunum og sveppabitunum bætt útí (safinn af sveppunum er ekki notaður) og allt hitað hægt og hrært varlega í þar til suðan kemur upp. Þá er potturinn tekinn af hellunni og rækjunum blandað út í og síðan látið standa í 30 mínútur undir loki. Rétturinn er síðan settur í formin og hitaður við ca. 120º í nokkrar mínútur áður hann er borinn á borð. — Sveppunum má sleppa ef svo ber undir; ætla má 2-3 tartalettur á mann. Uppskriftin dugir fyrir 10-15 manns en óhætt að gera ríflegri skammt og geyma í kæli í 1-2 daga og grípa til og hita upp eftir þörfum þegar svengdin segir til sín.

Fleiri jólauppskriftir má svo finna með því að smella hér.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert