Salatdressingin sem fólk fær á heilann

Salat með guðdómlegri dressingu.
Salat með guðdómlegri dressingu.

Uppáhaldssalatdressingin mín þessa dagana er hefðbundin olíu- og edikdressing með dálitlum hvítlauk. Hún er einföld og fljótleg og ákaflega góð. Bestu meðmælin með salatdressingunni er líklega að vinkona mín bað um uppskrift eftir að hafa fengið hana hjá mér og hefur verið með hana í æð síðan ... eða svona næstum því.

2 msk kaldpressuð ólífuolía

2 msk rauðvínsedik

1 tsk dijon sinnep

1 tsk hlynsíróp

2 hvítlauksrif

Setjið hvítlauksrifin í blandara og látið þau saxast vel í blandaranum áður en hinum hráefnunum er bætt út í.

Þegar búið er að þeyta dressinguna vel saman er henni helt út á salatið. Að þessu sinni var ég með salatblöð, tómata, bæði kirsuberja- og venjulega, 1/2 agúrku sem ég skar niður með ostaskera og 1/2 hvítan lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert