Súpersumarlegt kjúklingasalat

Kjúklingasalat Evu Laufeyjar.
Kjúklingasalat Evu Laufeyjar. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran

Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gefur uppskrift að girnilegu sumarlegu kjúklingasalati fyrir fjóra.

Hráefni:

2 kjúklingabringur

1 poki af blönduðu salati, pokinn var 200 g

140 g Tagliatelle

1/2 agúrka

1 græn paprika

1 rauð paprika

1/2 rauðlaukur

10 kirsuberja

tómatar

1/2 krukka fetaostur, gott að setja smá af olíuna líka

rifinn parmesan ostur, magn eftir smekk

1 askja jarðaber

mulið nachos með saltbragði, magn eftir smekk

1 1/2 msk balsamikedik

3 msk sweet chili sósa

sesam fræ, magn eftir smekk

salt og pipar

Aðferð:

1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. (Ég læt alltaf salt og smá ólífuolíu í pottinn) Þegar að það er tilbúið, losið þá allt vatn frá og setjið pastað inn í ísskáp í örfáar mínútur.

2. Skerið kjúklingabringurnar í bita, hitið olíu á pönnu og steikið bringurnar við vægan hita. Kryddið til með salti og pipar. Bætið sweet chili sósunni og sesam fræjum saman við í lokin. Það er gott að bæta má vatni saman við, 1 msk eða svo.  Leyfið þessu að malla á pönnunni í 2  - 3 mínútur við vægan hita.

3.     Skerið grænmetið smátt niður, ég reif gúrkuna niður með rifjárni. Skolið allt saman vel og blandið saman í skál.

4.     Bætið kjúklingabringunum, balsamik edikinu, fetaostinum og jarðaberjum saman við grænmetið og blandið mjög vel saman.

 
Berið salatið fram á fallegu fati eða í skál, myljið nachos flögum yfir og sáldrið ljúffengum ferskum Parmesan osti yfir. (Ekki spara ostinn, hann setur punktinn yfir i-ið.) Berið salatið fram með góðu brauði og njótið vel.

HÉR er hægt að lesa matarblogg Evu Laufeyjar.

Súpersumarlegt kjúklingasalat.
Súpersumarlegt kjúklingasalat. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka