Japanskt kjúklingasalat

Japanskt kjúklingasalat.
Japanskt kjúklingasalat. Ljósmynd/Ljúfmeti.com

„Bloggið er í blómstrandi nostalgíukasti þessa dagana. Ég hef verið að garfa í gömlum uppskriftabókum og þá rifjast oft upp góðar uppskriftir sem hafa legið í dvala. Þetta kjúklingasalat var allt of oft í matinn hjá okkur á tímabili og ég held að hvíldin hafi verið kærkomin hjá flestum. Öllu má nú ofgera,“ segir Svava sem heldur úti matarblogginu Ljúfmeti og lekkerheit. Hér gefur hún uppskrift að dásamlegu japönsku kjúklingasalati. 

  • 1/2 bolli olía
  • 1/4 bolli balsamic edik
  • 2 msk sykur
  • 2 msk sojasósa

Setjið allt í pott og sjóðið saman í u.þ.b. 1 mínútu. Takið af hitanum og hrærið annað slagið í á meðan blandan kólnar (til að sósan skilji sig ekki).

  • 1 poki núðlur (instant súpunúðlur) – ekki kryddið
  • 3-4 msk möndluflögur
  • 1-2 msk sesamfræ

Brjótið núðlurnar smátt niður. Ristið á þurri pönnu, byrjið á núðlunum (því þær taka lengri tíma) og bætið svo möndlum og semsamfræjum á pönna. Ath. að núðlurnar eiga að vera stökkar. Leggið til hliðar.

  • kjúklingabringur 
  • sweet hot chillisósa

Skerið kjúklingabringurnar í strimla og snöggsteikið í olíu. Hellið sweet chillisósu yfir og látið sjóða við vægan hita um stund.

  • salatpoki eða iceberg salat
  • kirsuberjatómatar
  • mangó
  • rauðlaukur

Skerið niður og setjið í botninn á fati. Stráið ristuðu núðlublöndunni yfir, hellið svo balsamicsósunni yfir og að lokum er kjúklingaræmunum dreift yfir.

Girnilegt japanskt kjúklingasalat.
Girnilegt japanskt kjúklingasalat. Ljósmynd/Ljúfmeti.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert