Japanskt kjúklingasalat

Japanskt kjúklingasalat.
Japanskt kjúklingasalat. Ljósmynd/Ljúfmeti.com

„Bloggið er í blómstrandi nostal­g­íukasti þessa dag­ana. Ég hef verið að garfa í göml­um upp­skrifta­bók­um og þá rifjast oft upp góðar upp­skrift­ir sem hafa legið í dvala. Þetta kjúk­linga­sal­at var allt of oft í mat­inn hjá okk­ur á tíma­bili og ég held að hvíld­in hafi verið kær­kom­in hjá flest­um. Öllu má nú of­gera,“ seg­ir Svava sem held­ur úti mat­ar­blogg­inu Ljúf­meti og lekk­er­heit. Hér gef­ur hún upp­skrift að dá­sam­legu japönsku kjúk­linga­sal­ati. 

  • 1/​2 bolli olía
  • 1/​4 bolli bal­samic edik
  • 2 msk syk­ur
  • 2 msk sojasósa

Setjið allt í pott og sjóðið sam­an í u.þ.b. 1 mín­útu. Takið af hit­an­um og hrærið annað slagið í á meðan bland­an kóln­ar (til að sós­an skilji sig ekki).

  • 1 poki núðlur (in­st­ant súp­unúðlur) – ekki kryddið
  • 3-4 msk möndlu­f­lög­ur
  • 1-2 msk ses­am­fræ

Brjótið núðlurn­ar smátt niður. Ristið á þurri pönnu, byrjið á núðlun­um (því þær taka lengri tíma) og bætið svo möndl­um og sem­sam­fræj­um á pönna. Ath. að núðlurn­ar eiga að vera stökk­ar. Leggið til hliðar.

  • kjúk­linga­bring­ur 
  • sweet hot chill­isósa

Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í strimla og snögg­steikið í olíu. Hellið sweet chill­isósu yfir og látið sjóða við væg­an hita um stund.

  • sal­at­poki eða ice­berg sal­at
  • kirsu­berjatóm­at­ar
  • mangó
  • rauðlauk­ur

Skerið niður og setjið í botn­inn á fati. Stráið ristuðu núðlublönd­unni yfir, hellið svo bal­samicsós­unni yfir og að lok­um er kjúk­lingaræmun­um dreift yfir.

Girnilegt japanskt kjúklingasalat.
Girni­legt jap­anskt kjúk­linga­sal­at. Ljós­mynd/​Ljúf­meti.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert