Þetta er einn af þeim betri lasagnaréttum sem ég hef gert og voru allir fjölskyldumeðlimirnir sammála því. Þessi leið við að elda lasagna kemur upphaflega úr smiðju Jamie Olivers en trixið er að skipti út hinni hefðbundnu béchamelsósu fyrir blöndu af sýrðum rjóma og parmesanosti. Tær snilld. Lasagna að hætti Jamie Olivers má nú finna í ýmsum útgáfum og hér er okkar útfærsla.
ferskar lasagnaplötur
Í kjötsósuna
Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu ásamt óreganó við miðlungshita í nokkrar mínútur. Setjið síðan allt grænmetið á pönnuna og mýkið í a.m.k. fimm mínútur. Takið laufin af basilstilkunum, geymið laufin og saxið stilakana fínt og setjið út á pönnuna.
Þá er komið að því að bæta nautahakkinu út. Brúnið það og bætið næst tómötum á pönnuna. Blandið vel saman. Saltið og piprið. Leyfið þessu öllu að krauma á lágum hitta í einhvern tíma, helst eina klukkustund ef mögulegt er. Undir lokin eru basillaufin rifin niður í sósuna.
Ostablandan
Á meðan er parmesanosturinn rifinn niður og hrært saman við sýrða rjómann.
Þegar kjötblandan er tilbúinn er komið að því að setja allt í eldfast mót. Neðst kemur lag af kjötblöndunni og síðan er lasagnaplötum raðað þar yfir. Smyrjið næst ostablöndunni ofan á plöturnar, setjið annað lag af plötum og síðan kjötblöndu ofan á. Það fer eftir stærðinni á forminu sem að þið notið hvort að þið náið tveimur eða þremur lögum af hverju.
Efsta lagið
Þegar efsta lagið af lasagnaplötum er komið er ostablöndu smurt á og smá parmesan til viðbótar rifinn yfir. Raðið nokkrum tómatasneiðum á og basillaufum og hellið örlitlu af ólífuolíu yfir.
Setjið álpappír yfir mótið og bakið í miðjum ofni við 200 gráður í 30 mín. Takið þá álpappírinn af og eldið áfram í um 20 mínútur. Það fer svolítið eftir lasagnaplötunum hversu lengi þetta þarf að vera inn í ofni. Ef þær eru þurrkaðar en ekki ferskar getur rétturinn þurft aðeins lengri tíma.
Með þessu lasagna er tilvalið að hafa gott ítalskt rauðvín á borð við Da Vinci Chianti.
Sjá fleiri gómsætar lasagnauppskriftir hér.
Uppskrift: vinotek.is