Ofureinföld og holl spínatídýfa

Spínatídýfan einfalda hentar vel með Ritz-kexi
Spínatídýfan einfalda hentar vel með Ritz-kexi www.skinnytaste.com

Þessi spínatídýfa er ekki einungis guðdómlega bragðgóð heldur er hún einnig holl og fljótleg. Þessi ídýfa er góð með kexi, ofan á brauð eða með niðurskornu grænmeti. Uppskriftin kemur af Skinnytaste.com en á þeirri síðu má finna ótal uppskriftir að hollum og hitaeiningasnauðum mat.

Hráefni:
300 grömm frosið spínat
1/2 bolli sýrður rjómi
5 teskeiðar létt majónes
1/3 bolli rifinn parmesanostur
¼ saxaður blaðlaukur
Pipar eftir smekk

Aðferð:
Láttu spínatið þiðna og kreistu allt aukavatn úr því. Blandaðu öllu hráefninu í stóra skál og kældu. Taktu ídýfuna úr ísskápnum um hálftíma áður en hún er borin á borð. Gerist ekki einfaldara!

Spínat er meinhollt
Spínat er meinhollt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert