Bragðsterk kjúklingaspjót á grillið

Sojasósan og engiferið passar vel saman
Sojasósan og engiferið passar vel saman

Þessi bragðmiklu kjúklingaspjót passa einstaklega vel með köldu hvítvíni og fersku salati. Þeir sem ætla að freista þess að grilla í kvöld án þess að rigna niður ættu að kíkja á þessa uppskrift sem kemur af matarblogginu FoxesLoveLemons.

Aðferð:

  1. Settu allt hráefnið (nema kjúklinginn) í skál og hrærðu vel. Settu kjúklinginn ofan í skálina og láttu marinerast í nokkrar mínútur.
  2. Þræddu kjúklinginn upp á spjót.
  3. Settu restina af marineringunni á pönnu og hitaðu. Láttu malla í 6-8 mínútur.
  4. Settu kjúklingaspjótin á heitt grill. Eldaðu á lágum hita og snúðu spjótunum reglulega.
  5. Penslaðu restina af marineringunni á spjótin. Eldaðu spjótin þangað til kjúklingurinn er tilbúinn.

Hráefni:

8 grillspjót
1/2 bolli hrísgrjónaedik
1/3 bolli púðursykur
1/3 salsasósa
1/4 bolli sojasósa
1/4 bolli chilisósa
Ein matskeið rifið engifer
Hálft kíló kjúklingur, skorinn í litla búta



Salsa-kjúklingaspjót
Salsa-kjúklingaspjót www.foxeslovelemons.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert