Þessi bragðmiklu kjúklingaspjót passa einstaklega vel með köldu hvítvíni og fersku salati. Þeir sem ætla að freista þess að grilla í kvöld án þess að rigna niður ættu að kíkja á þessa uppskrift sem kemur af matarblogginu FoxesLoveLemons.
Aðferð:
- Settu allt hráefnið (nema kjúklinginn) í skál og hrærðu vel. Settu kjúklinginn ofan í skálina og láttu marinerast í nokkrar mínútur.
- Þræddu kjúklinginn upp á spjót.
- Settu restina af marineringunni á pönnu og hitaðu. Láttu malla í 6-8 mínútur.
- Settu kjúklingaspjótin á heitt grill. Eldaðu á lágum hita og snúðu spjótunum reglulega.
- Penslaðu restina af marineringunni á spjótin. Eldaðu spjótin þangað til kjúklingurinn er tilbúinn.
Hráefni:
8 grillspjót
1/2 bolli hrísgrjónaedik
1/3 bolli púðursykur
1/3 salsasósa
1/4 bolli sojasósa
1/4 bolli chilisósa
Ein matskeið rifið engifer
Hálft kíló kjúklingur, skorinn í litla búta
Salsa-kjúklingaspjót
www.foxeslovelemons.com