Múffur með Nutella-súkkulaðismjöri

Þessar eru ljúffengar með ískaldri mjólk.
Þessar eru ljúffengar með ískaldri mjólk. www.motherthyme.com

Það kannast eflaust flestir við Nutella-súkkulaðismjörið er flestir krakkar eru sólgnir í það ofan á hvítt brauð. En Nutella bragðast ekki aðeins vel ofan á brauð heldur má einnig nýta það í bakstur.

Múffur með Nutella-súkkulaðismjöri

Hráefni:

  • 1 3/4 bollar hveiti
  • 1/2 teskeið matarsódi
  • 1/2 teskeið lyftiduft
  • 1/2 teskeið salt
  • 1/4 bolli bráðið smjör
  • 1/2 bolli sykur
  • tvö stór egg
  • einn bolli léttmjólk
  • 1/2 bolli Nutella-súkkulaðismjör
  • 1/2 bolli súkkulaðispænir

Aðferð:

Forhitaðu ofninn í 200°. Raðaðu tólf múffuformum á plötu.
Blandaðu þurrefnunum saman í skál (fyrir utan sykur). Í aðra skál blandarðu smjöri og sykri saman og hrærir vel. Blandaðu eggjunum út í skálina og haltu áfram að hræra. Næst er mjólkinni blandað saman við og svo Nutella-súkkulaðismjörinu. Þá má bæta þurrefnunum við blönduna hægt og bítandi og að lokum er súkkulaðispónunum blandað við. Helltu deiginu í múffuformin og bakaðu í 18-20 mínútur.

Þessar bragðast vel með ískaldri mjólk.

Uppskriftin kemur af heimasíðunni MotherThyme.com.

Girnilegar múffur úr Nutella súkkulaðismjöri.
Girnilegar múffur úr Nutella súkkulaðismjöri. www.motherthyme.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert