Kryddað risarækjupasta

Ljúffengt rækjupasta.
Ljúffengt rækjupasta. www.budgetbytes.com
Hérna kem­ur upp­skrift að ljúf­feng­um pasta­rétti sem inni­held­ur m.a. ris­arækj­ur, chilikrydd og tóm­ata. Þessi ætti ekki að geta klikkað.

Hrá­efni:
  • 230 grömm pasta
  • Tvær mat­skeiðar ólívu­olía
  • Ein mat­skeið smjör
  • Fjór­ir hvít­lauks­geir­ar
  • 200 grömm ris­arækj­ur
  • Ein dós niðursoðnir tóm­at­ar
  • 1/​4 te­skeið chilikrydd
  • 1/​4 te­skeið salt
  • Pip­ar eft­ir smekk
  • Lúka af ferskri stein­selju

 Aðferð:

Láttu vatn sjóða í stór­um potti, bættu past­anu út í vatnið og láttu sjóða áfram í 7-10 mín­út­ur eða þar til pastað er til­búið. Sigtaðu vatnið frá past­anu.

Settu ólívu­olíu og smjör á stóra pönnu. Saxaðu hvít­lauk­inn á meðan smjörið bráðnar.

Skolaðu rækj­urn­ar og bættu þeim á pönn­una ásamt hvít­laukn­um. Steiktu í um 3-5 mín­út­ur. Fjar­lægðu rækj­urn­ar af pönn­unni og settu til hliðar.

Settu tóm­at­ana og tóm­at­saf­ann úr dós­inni á pönn­una. Bættu chilikrydd, salt­inu og pip­arn­um við. Hrærðu vel og láttu malla á pönn­unni í um fimm mín­út­ur.

Þegar sós­an á pönn­unni hef­ur þykknað ör­lítið þá mátt þú bæta elduðu past­anu á pönn­una. Hrærðu vel. Að lok­um er rækj­un­um bætt út á.

Þá er ferskri stein­selju stráð yfir pastað og það borið á borð.

Þessi girni­legi pasta­rétt­ur af síðunni Budget­Bytes mun ef­laust slá í gegn í næsta mat­ar­boði.

Þetta bragðast örugglega vel með hvítvíni.
Þetta bragðast ör­ugg­lega vel með hvít­víni. www.budget­bytes.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert