Kryddað risarækjupasta

Ljúffengt rækjupasta.
Ljúffengt rækjupasta. www.budgetbytes.com
Hérna kemur uppskrift að ljúffengum pastarétti sem inniheldur m.a. risarækjur, chilikrydd og tómata. Þessi ætti ekki að geta klikkað.

Hráefni:
  • 230 grömm pasta
  • Tvær matskeiðar ólívuolía
  • Ein matskeið smjör
  • Fjórir hvítlauksgeirar
  • 200 grömm risarækjur
  • Ein dós niðursoðnir tómatar
  • 1/4 teskeið chilikrydd
  • 1/4 teskeið salt
  • Pipar eftir smekk
  • Lúka af ferskri steinselju

 Aðferð:

Láttu vatn sjóða í stórum potti, bættu pastanu út í vatnið og láttu sjóða áfram í 7-10 mínútur eða þar til pastað er tilbúið. Sigtaðu vatnið frá pastanu.

Settu ólívuolíu og smjör á stóra pönnu. Saxaðu hvítlaukinn á meðan smjörið bráðnar.

Skolaðu rækjurnar og bættu þeim á pönnuna ásamt hvítlauknum. Steiktu í um 3-5 mínútur. Fjarlægðu rækjurnar af pönnunni og settu til hliðar.

Settu tómatana og tómatsafann úr dósinni á pönnuna. Bættu chilikrydd, saltinu og piparnum við. Hrærðu vel og láttu malla á pönnunni í um fimm mínútur.

Þegar sósan á pönnunni hefur þykknað örlítið þá mátt þú bæta elduðu pastanu á pönnuna. Hrærðu vel. Að lokum er rækjunum bætt út á.

Þá er ferskri steinselju stráð yfir pastað og það borið á borð.

Þessi girnilegi pastaréttur af síðunni BudgetBytes mun eflaust slá í gegn í næsta matarboði.

Þetta bragðast örugglega vel með hvítvíni.
Þetta bragðast örugglega vel með hvítvíni. www.budgetbytes.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert