Ísréttur með hindberjum og karamellusósu

Ísréttur með hindberjum og karamellusósu.
Ísréttur með hindberjum og karamellusósu. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Ég hef sagt það áður og segi það aftur að ég elska rétti sem maður getur galdrað fram á núll einni og bragðast dásamlega. Hér er einn slíkur ... já og enn eitt uppáhaldið. Það má leika sér með hráefnin og hér er ekkert heilagt. Frábær ísréttur í matarboðið eða kósíkvöld fjölskyldunnar,“ segir Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt. 


1 – 1 1/2 l vanilluís
100 g hindber
karamellusósa
300 g grahamskex eða makkarónur
100  g smjör, brætt

  1. Látið smjörpappír í form.
  2. Myljið makkarónurnar (gott að nota matvinnsluvél) og blandið saman við smjörið. Takið um 50 g frá til að strá yfir ísinn í lokin en þrýstið hinu vel í formið.
  3. Leyfið ísnum aðeins að mýkjast og látið hann síðan yfir makkarónublönduna. Gott er að dreifa úr honum með lítilli sleif.
  4. Dreifið karamellusósu yfir ísinn … ommmnooommmnommmm!
  5. Þrýstið berjunum vel ofan í ísinn og stráið jafnvel smákaramellusósu yfir þau. Ef þið viljið getið þið hrært berin saman við ísinn þannig að það blandist lítillega saman.
  6. Látið að lokum afganginn af makkarónublöndunni sem þið tókuð frá yfir allt. Setjið filmu yfir formið og geymið í frysti í 3-5 klukkustundir áður en rétturinn er borinn fram og hans notið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert