Chili con carne

Chili con carne eða “chili með kjöti” er kássa úr nautakjöti, chili, baunum og tómötum ásamt kryddum sem þróaðist fram hjá landnemum í suðvesturhluta Bandaríkjanna  á nítjándu öld. Chili con carne er hin “opinberi réttur” Texas-ríkis samkvæmt samþykkt ríkisþingsins frá 1977.

  • 500 nautahakk
  • 1 laukur
  • 2 hvítlaluksrif
  • 1-2 paprikur
  • 1 tsk cumin
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk chiliduft
  • 1 lítil dós tómatpúrre
  • 2 msk nautakraftur
  • 2 msk chipotle-chilimauki
  • 1 dós nýrnabaunir
  • ferskur chili fyrir þá sem vilja hafa réttinn sterkan
  • salt og pipar

Steikið nautahakkið,lauk og paprikur á pönnu. Bætið við öðrum hráefnum og kryddum en geymið baunirnar. Leyfið þessu að krauma í  a.m.k. 30. Hellið þá baununum út í og látið malla aðeins áfram. Berið fram með t.d. hrísgrjónum, heimatilbúnu guacamole, sýrðum rjóma og salati.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert