Kvöldverðurinn á gamlárskvöld er síðasta máltíð ársins og eftirrétturinn skiptir þar miklu máli enda síðasti rétturinn sem borinn er fram á árinu – eins gott að hann klikki nú ekki. Að sama skapi nenna fæstir að standa í miklli eldamennsku þegar að komið er þetta langt fram á kvöldið, flugeldarnir bíða og skaupið nálgast og því best að velja eftirrétt sem er hægt að klára löngu fyrirfram og hægt að taka fram úr ísskápnum þegar á þarf að halda.
Byrjum á nokkrum sígildum réttum sem hafa verði á hátíðarborðum Íslendinga um áratugaskeið. Það eiga til dæmis flestir góðar minningar af anansfrómasinum hennar ömmur sem var fastur liður í veislum hér áður fyrri.
Það sama má segja um sérrítriffli sem eins og frómasinn kemur til okkar frá Dönum og nýtur einnig vinsælda á Bretlandseyjum.
Í seinni tíð hafa hins vegar eftirréttir sem eru franskir að uppruna rutt sér til rúms í auknum mæli og það slær alltaf í gegn ef maður býr til Créme Brulée.
Svo er það súkkulaðimúsinn eða Mousse au Chocolat sem til er í nokkrum útgáfum. Hér er ein einfaldari og ein ögn flóknari útfærsla. Svo má leika sér með súkkulaðið sem er notað – t.d. nota dökkt súkkulaði með appelsínubragði eða myntubragði. Og hvers vegna ekki að nota hvítt súkkulaði eins og í þriðju músinni okkar?
Ítalir hafa fært okkur ýmislegt. Þekktasti eftirrétturinn er Tiramisu sem við berum hér fram í glasi:
Svo eru það marengskökurnar sem að allir elska og hægt er að gera með margvíslegum hætti.
Pavlovurnar komu til Norðurhvelsins frá Nýja-Sjálandi og slá alltaf í gegn.
Það er eiginlega líka nauðsynlegt að vera með ís á veisluborðinu. Krakkarnir eru góð afsökun en það elska eiginlega allar kynslóðir alvöru góðan heimatilbúinn ís. Hann má bragðbæta á margvíslega vegu.
Loks verður auðvitað að nefna vinsælustu kökurnar sem yfirleitt eru súkkulaðikökur og eplakökur. Hér eru nokkrar af okkar uppáhaldskökum.
FLEIRI HUGMYNDIR FYRIR GAMLÁRSKVÖLD MÁ SVO FINNA HÉR
Uppskrift: vinotek.is