Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt gerir hafragraut að desert með því að ofnbaka hann og setja saman við hann fersk jarðarber.
Ofnbakaður hafragrautur með ferskum jarðarberjum
180 g haframjöl
2 msk púðursykur (má sleppa)
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/2 tsk salt
100 g valhnetur, saxaðar
1 lítil askja jarðarber (eða önnur ber að eigin vali)
480 ml mjólk
1 egg
3 msk brætt smjör
1 tsk vanilludropar
1 þroskaður banani, skorinn í sneiðar
Aðferð:
- Blandið haframjöli, sykri, lyftidufti, salti, helmingnum af valhnetunum og helmingnum af berjunum saman í skál.
- Í aðra skál skuluð þið láta mjólk, egg, smjör og vanilludropa og hræra vel saman.
- Smyrjið ofnfast mót og látið haframjölsblönduna í botninn. Stráið síðan afganginum af hnetunum og berjum yfir haframjölsblönduna og raðið síðan bananasneiðum yfir allt.
- Hellið mjólkurblöndunni yfir allt saman og hristið formið örlítið þannig að þetta blandist vel saman. Fyrir þá sem vilja smáaukasætu er gott að strá smápúðursykri yfir allt saman í lokin.
- Bakið í 170°c heitum ofni í 30-40 mínútur.
Svona lítur hafragrauturinn út áður en hann fer inn í ofn.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir