Risotto er magnað fyrirbæri. Rétt eins og með pasta er hægt að gera það í óteljandi útgáfum. Og þótt risotto sé með því (norður) ítalskasta sem hægt er að finna má vel nota spænsk hráefni á borð við chorizo-pylsur. Þetta er mjög bragðmikið risotto með rósmarín, chorizo, kjúkling og tómötum bökuðum í balsamikediki.
Fyrsta skrefið er að baka tómata. Við þurfum:
Setjið tómatana í fat. Saltið vel og piprið. Hellið vel af ólífuolíu yfir og skvettu af balsamikedik. Setjið rósmarínstöngulinn í fatið. Eldið við 200 gráður í um 20-30 mínútur. Geymið.
Á meðan tómatarnir eru í ofninum er risottoið undirbúið og eldað.
Byrjið á því að saxa lauk, chorizo, hvítlauk og rósmarín og skera kjúklinginn í minni bita. Hitið nokkrar matskeiðar af ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn, hvítlaukinn og saxað rósmarín í 4-5 mínútur á miðlungshita. Bætið þá chorizo og kjúklingi á pönnuna og steikið áfram þar til að kjúklingurinn hefur tekið á sig lit. Setjið þá grjónin út á og steikið áfram í 2-3 mínútur.
Hellið hvítvíni á pönnuna og látið malla aðeins. Byrjið þá að ausa kjúklingasoðinu (sem er gott að halda heitu í potti við hliðina á pönnunni). Byrjið á 2-3 þannig að soðið þekji grjónin að mestu og bætið síðan ausu og ausu við þar til að grjónin eru tilbúin. Það tekur um 18-20 mínútur. Bætið þá um matskeið af smjöri saman við, rifna parmesanostinum og tómötunum ásamt safanum sem hefur myndast í fatinu. (Það má líka blanda saman við t.d. fersku basil og frosnum baunum.) Leyfið að standa í um fimm mínútur. Berið fram.
Hér þarf svo auðvitað góðan Ítala með, t.d. toskanska rauðvínið Villa Antinori IGT
Uppskrift: vinotek.is