Nanna Rögnvaldardóttir skrifar áhugaverða grein um brauðtertur á bloggsíðu sinni og deildir uppskrift að einni slíktri:
„Það verður engin brauðterta í ár“ söng Bjartmar hér einu sinni í texta um það þegar fyrirmyndarbarnið fór út af sporinu og hætti í menntaskóla og allir skildu tilvísunina; brauðterta þýddi veisla – stúdentsveisla, fermingarveisla, skírnarveisla, eiginlega hvaða veisla sem var. Nú held ég að brauðtertum hafi fækkað dálítið og kannski skilja þetta ekki allir, að minnsta kosti var fyrir fáeinum árum einhver sem skrifaði blogg um nýjung sem hún hafði fundið á útlendri vefsíðu og kallaði samlokuköku,“ segir Nanna.
Brauðterta
2 rúllubrauðsbotnar
500 g majónes
400 g sýrður rjómi (36%, eða eftir smekk)
1-2 tsk dijonsinnep
pipar
salt
Rækjufylling:
500 g rækjur
1/2-1 tsk paprikuduft
cayennepipar á hnífsoddi
Eggjafylling:
8 harðsoðin egg (mínus þrjár sneiðar úr hverju)
grænu blöðin af 1-2 vorlaukum (má sleppa)
1/2 tsk þurrkað óreganó (eða basilíka)
Kjötfylling:
200-250 g soðnn hamborgarhryggur eða skinka
1 lítil dós blandað grænmeti)
1-2 tsk mauk úr sólþurrkuðum tómötum eða rautt pestó
Skraut:
sneiðar af harðsoðnum eggjum
kokkteil- eða kirsiberjatómatar
steinselja
e.t.v. aðrar kryddjurtir
HÉR er aðferðin.