Girnileg lamb á spjóti

Súpergirnileg grillspjót.
Súpergirnileg grillspjót. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

1. maí segir okkur að grillvertíðin sé byrjuð. Það er óþarfi að byrja á því að grilla heilan skrokk heldur er upplagt að byrja á grillpinnum. Svo þarf bara að henda í matarmikið salat með. Helena Gunnarsdóttir matarbloggari á eldhúsperlum útbjó þessi grillspjót sem eru ekkert lítið girnileg. 

  • 500 gr lamba innralæri
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 2 rauðlaukar
  • 4 msk ólífuolía,
  • 1 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk nýmalaður svartur pipar og 1 tsk rósmarín.
  • Góð BBQ sósa (má sleppa)

min_IMG_3118

Byrjið á að skera grænmetið og kjötið í hæfilega bita svo gott sé að þræða þá upp á teina. Setjið 4 msk af ólífuolíu, 1 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk pipar og 1 tsk rósmarín í fat eða skál og veltið kjötinu og grænmetinu vel upp úr kryddolíunni. Þræðið upp á tein og grillið við frekar háan hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Penslið BBQ sósunni yfir spjótin rétt áður en þið takið þau af grillinu, snúið þeim við og penslið hinum megin. Grillið í 1-2 mínútur eftir að sósunni hefur verið penslað á. Ég bar fram með þessu grillaðar sætar kartöflusneiðar og kalda jógúrtsósu. 

min_IMG_3134

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert