Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt er nýkomin frá Barcelona. Þessar tígrisrækur eru innblásnar af þeirri ferð.
Fyrir 2-3
600 g tígrisrækjur, t.d. frá Sælkerafiski
60 ml ólífuolía
5-6 hvítlauksrif, smátt söxuð
fersk steinselja, söxuð
klípa af chilíflögum
sjávarsalt
pipar
- Blandið olíu, hvítlauk, steinselju og tígrisrækjum saman í skál, saltið og piprið. Látið marinerast í klukkustund.
- Takið tígrisrækjurnar úr marineringunni og þræðið upp á grillpinna. Grillið við meðal hita í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær hafa fengið gullinn lit (varist að grilla þær of lengi)
- Berið fram einar og sér eða með tagliatelle og bætið þá við olíu og saltið síðan og piprið að eigin smekk.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir