Dásamleg döðlukaka

Döðlukökurnar gerast ekki mikið girnilegri.
Döðlukökurnar gerast ekki mikið girnilegri. Ljósmynd/Ásdís Ragna

„Þeir sem þekkja mig vita hversu mik­ill sæl­keri ég er en ég er mikið fyr­ir kök­ur og súkkulaði og finnst ynd­is­legt að geta bakað og notað holl­ara hrá­efni sem fer bet­ur með lík­amann og blóðsyk­ur­inn. Það er nefni­lega orðið svo auðvelt nú til dags að skipta út ein­hverju óhollu í upp­skrift og setja í staðinn t.d. holl­ara mjöl eins og gróft heil­hveiti, gróft spelt eða möndlu­hveiti.

Svo er ekk­ert mál að skipta út hvít­um sykri yfir í xylitol, erythri­ol, pálma­syk­ur, sukrin eða sug­ar­less sug­ar en með alla þessa nátt­úru­legu sætu er hægt að skipta á sléttu, bolli á móti bolla, í upp­skrift og oft kemst maður upp með að nota minna magn af þess­um sætu­efn­um. Hægt er að nota kókó­sol­íu í staðinn fyr­ir smjör fyr­ir þá sem kjósa frek­ar og þið getið tvistað hana til eft­ir ykk­ar þörf­um og haft hana glút­en­lausa eða notað mis­mun­andi sætu­efni og hrá­efni eft­ir því hvað hent­ar. Þessa döðluköku baka ég oft á mínu heim­ili og hún slær alltaf í gegn og með betri kök­um sem ég hef smakkað. Ég nota hana ým­ist sem eft­ir­rétt í mat­ar­boðum eða þegar gesti ber að í góðu kaffi­boði. Þessa verðið þið að prófa, hún er al­gjört lostæti,“ seg­ir Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir grasa­lækn­ir á bloggi sínu inni á Smartlandi Mörtu Maríu. 

Döðlukakan sjálf

235 g döðlur gróft saxaðar

120 g mjúkt smjör (eða 1 dl kókó­sol­ía)

3-5 msk kókó­spálma­syk­ur eða sug­ar­less sug­ar (Now)

1¼ bolli heil­hveiti, spelt eða möndlu­hveiti

1 lúka saxaðar pek­an- eða val­hnet­ur (má sleppa)

11/​3 msk vín­steins­lyfti­duft

½ tsk sjáv­ar­salt

1 tsk vanillu­duft

2 egg

<span>vatn</​span>

<span><span>Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta rétt yfir. Látið suðuna koma upp og slökkvið þá á hit­an­um. Leyfið döðlumauk­inu að standa í ca 3 mín í pott­in­um og bætið þá mat­ar­sódan­um við og hrærið. Þeytið egg og syk­ur sam­an þar til ljóst og létt, bætið smjöri/​olíu, döðlumauki og rest af upp­skrift sam­an við. Bakið við 180°C í 30-40 mín.</​span></​span>

<strong><span>Kara­mellusósa:</​span></​strong>

120 g smjör (eða 1 dl kókó­sol­ía)

<span>100 g kókó­spálma­syk­ur</​span>

<span>½ tsk vanillu­duft eða 10 vanillu­stevíu­drop­ar</​span>

<span>¼ bolli rjómi (eða kókós­mjólk)</​span>

Allt sett í pott og soðið við væg­an hita þar til sós­an er hæfi­lega þykk, hrærið reglu­lega. Hafa í skál til hliðar til að skvetta ofan á köku eða hellið sós­unni yfir kök­una. Borið fram með þeytt­um rjóma ef vill.

Girnileg döðlukaka með karamellusósu.
Girni­leg döðlukaka með kara­mellusósu. Ljós­mynd/Á​sdís Ragna
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert