Þegar gæsabringur komast í partí með hindberjasósu, salati, ofnbökuðum lauk og tómötum þá gerast töfrarnir.
Gæsabringurnar kaupi ég heitreyktar í Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Fyrir utan þær er hindberjasósan eitt af partítrixunum sem vert er að tefla fram yfir hátíðarnar - eða jafnvel fyrr.
Hindberjasósa
1 dl frosin hindber
1/2 dl hvítvínsedik
1/2 dl kaldpressuð ólífuolía
4 döðlur
Allt er þetta sett í blandara og þeytt saman þangað til sósan er orðin silkimjúk.