„Eðlan“ tekin á næsta stig

Hérna er „eðlan“ tekin á næsta stig.
Hérna er „eðlan“ tekin á næsta stig. www.raininghotcoupons.com

Osta­dýfu­rétt­ur­inn sem unga kyn­slóðin kýs að kalla „eðlu“ hef­ur náð aukn­um vin­sæld­um á und­an­förn­um miss­er­um eft­ir til­komu face­book­hóp­anna Beautytips og Sjomlatips. Þeir sem kunna vel að meta þenn­an rétt, sem í heyr­ist „ts­ssss“ þegar hann er tek­inn út úr ofn­in­um, ættu kannski að prófa að taka hann á næsta stig.

Á heimasíðu Buzz­feed má finna sam­an­tekt af nokkr­um girni­leg­um osta­dýfu­rétt­um. Hérna kem­ur einn af list­an­um, þessi er fyr­ir sann­kallaða sæl­kera.

Hrá­efni:

  • 200 g nauta­hakk
  • 8 beikonsneiðar
  • ½ lauk­ur, skor­inn smátt
  • 1 hvít­lauks­geiri, saxaður
  • 100 g rjóma­ost­ur
  • 1 mat­skeið Worcesters­hire-sósa
  • 2 mat­skeiðar tóm­atsósa
  • ½ bolli sýrður rjómi
  • ¼ bolli maj­ónes
  • ½ bolli rif­inn mozzar­ella-ost­ur
  • ½ bolli rif­inn chedd­ar-ost­ur

Aðferð:

  1. For­hitaðu ofn­inn í 180°C.
  2. Eldaðu nauta­hakkið.
  3. Steiktu bei­konið þar til stökkt.
  4. Svissaðu lauk og hvít­lauk á pönnu.
  5. Blandaðu rjóma­osti, sýrðum rjóma, maj­o­nesi, osti, Worcesters­hire-sósu og tóm­atsósu sam­an í stóra skál og hrærðu. Bætti nauta­hakki, bei­koni, lauk og hvít­lauk sam­an við og hrærðu vel.
  6. Helltu blönd­unni í eld­fast mót og bakaðu í 15-20 mín­út­ur. Þá er bara að grípa í snakk­pok­ann og njóta. Ger­ist ekki mikið sveitt­ara en þetta.

Upp­skrift­in kem­ur upp­runa­lega af heimasíðunni Rain­ing­HotCoupon.

Svona flögur bragðast vel með „eðlu“.
Svona flög­ur bragðast vel með „eðlu“.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert