Ostadýfurétturinn sem unga kynslóðin kýs að kalla „eðlu“ hefur náð auknum vinsældum á undanförnum misserum eftir tilkomu facebookhópanna Beautytips og Sjomlatips. Þeir sem kunna vel að meta þennan rétt, sem í heyrist „tsssss“ þegar hann er tekinn út úr ofninum, ættu kannski að prófa að taka hann á næsta stig.
Á heimasíðu Buzzfeed má finna samantekt af nokkrum girnilegum ostadýfuréttum. Hérna kemur einn af listanum, þessi er fyrir sannkallaða sælkera.
Hráefni:
- 200 g nautahakk
- 8 beikonsneiðar
- ½ laukur, skorinn smátt
- 1 hvítlauksgeiri, saxaður
- 100 g rjómaostur
- 1 matskeið Worcestershire-sósa
- 2 matskeiðar tómatsósa
- ½ bolli sýrður rjómi
- ¼ bolli majónes
- ½ bolli rifinn mozzarella-ostur
- ½ bolli rifinn cheddar-ostur
Aðferð:
- Forhitaðu ofninn í 180°C.
- Eldaðu nautahakkið.
- Steiktu beikonið þar til stökkt.
- Svissaðu lauk og hvítlauk á pönnu.
- Blandaðu rjómaosti, sýrðum rjóma, majonesi, osti, Worcestershire-sósu og tómatsósu saman í stóra skál og hrærðu. Bætti nautahakki, beikoni, lauk og hvítlauk saman við og hrærðu vel.
- Helltu blöndunni í eldfast mót og bakaðu í 15-20 mínútur. Þá er bara að grípa í snakkpokann og njóta. Gerist ekki mikið sveittara en þetta.
Uppskriftin kemur upprunalega af heimasíðunni RainingHotCoupon.
Svona flögur bragðast vel með „eðlu“.