Mexíkóskur kjúklingaréttur sem yljar

Nachos kjúklingaréttur með osti og rjóma og öllu tilheyrandi.
Nachos kjúklingaréttur með osti og rjóma og öllu tilheyrandi. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt matreiddi afar huggulegan kjúklingarétt á dögunum á mexíkóska vísu. Þetta er ekta svona réttur til þess að borða á laugardögum eða sunnudögum. Sérstaklega þegar það er kalt í veðri því þetta er réttur sem yljar.

4-5 Rose Poultry-kjúklingabringur
paprikukrydd
salt og pipar
1 rauð paprika, smátt skorin
1 laukur, saxaður
2 tómatar, smátt skornir
1 poki tortillaflögur
250 g rjómaostur 
1 stk (150 g) mexíkóostur, rifinn
2 dl matreiðslurjómi
150 g rifinn ostur

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla munnbita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar og steikið á pönnu þar til þær eru eldaðar í gegn.
  2. Setjið mexíkóost, rjómaost og matreiðslurjóma í pott og bræðið saman.
  3. Dreifið 1/4 af flögum í botninn á eldföstu móti, setjið helminginn af kjúklingabringunum yfir og smá af rjómaosti dreift yfir hann. Helmingnum af grænmetinu dreift yfir, helmingi af brædda ostinum og helmingi af rifna ostinum. Endurtakið síðan, flögur, kjúklingur, rjómaostur, grænmeti, bráðinn og rifinn ostur.
  4. Setjið inn í 180°c heitan ofn og hitið í um 15 mínútur.

Berið fram t.d. með salsasósu, guacamole, sýrðum rjóma, hrísgrjónum og/eða góðu salati.

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert