Kominn á kaf í kjötið aftur

Ragnar Freyr Ingvarsson lifði á grænmeti í janúar. Nú er …
Ragnar Freyr Ingvarsson lifði á grænmeti í janúar. Nú er kjöthátíðin hafin fyrir alvöru. Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

„Þessi upp­skrift er ekki ný á nál­inni. Ég hef bloggað um eitt­hvað þessu líkt en þá eldaði ég kjötið með hefðbundn­um hætti ólíkt nú þar sem það er eldað „sous vide“. 

Það er auðveld­ara en marg­ir halda að úr­beina lambahrygg. En auðvitað er líka hægt að fá kjöt­kaup­mann­inn til að hjálpa sér. Ég er sann­færður um að Bjössi og Sirrý í

<a href="https://www.facebook.com/kjothollin.is">Kjöthöllinni</a>

myndu hjálpa til með bros á vör,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son, Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, í sín­um nýj­asta

<a href="/smartland/pistlar/ragnarfreyr/1608426/"> matarpistli. </a>

Hrá­efna­listi

1 lambahrygg­ur

3 msk jóm­frúarol­ía

hand­fylli blá­ber

50 g blá­myg­lost­ur

ferskt tim­i­an

salt og pip­ar

Byrjið á því að úr­beina lambahrygg­inn. Ekki vera hrædd við að prófa sjálf. Eina sem þarf er beit­an hníf og smá ein­beit­ingu.

Leggið hrygg­inn á bakið. Stund­um er búið að taka lund­irn­ar frá! En á góðum hryggj­um eru lund­irn­ar ennþá á sín­um stað! 

<span> </​span>

Byrjið á því að skera lund­irn­ar frá. Með því að renna hnífn­um með bein­inu er ein­falt að ná lund­inni af í heilu lagi. Setjið til hliðar.

Snúið svo hryggn­um aft­ur. Rennið ní­fn­um meðfram hryggn­um meðfram hryggjat­ind­un­um og niður að hliðlægu tind­un­um. Þegar komið er ofar á hryggj­arsúl­una er skorið með rifj­un­um. 

Flettið svo kjöt­inu upp og hreinsið frá hryggj­art­ind­un­um eft­ir endi­langri hryggj­arsúl­unni. Gætið að skera ekki í gegn­um skinnið. Þegar búið er að losa kjötið af sitt hvoru meg­in hang­ir það bara á hryggj­arliðband­inu (liga­ment­um spin­os­um) og það er auðvelt að losa það frá með því að fylgja hryggj­art­ind­un­um. 

Þarna er hrygg­ur­inn kom­inn í fernt. Tvær lund­ir, bein­in og úr­beinað kjötið. Bein­in á að sjálf­sögðu að nota í soð! 

Svo er bara að fylla hrygg­inn með ein­hverju sem hug­ur­inn girn­ist. Mér finnst blá­ber og blá­myglu­ost­ur alltaf passa vel. Setti líka smá tim­i­an, hefði að sjálf­sögðu notað blóðberg en því miður var slíkt af skorn­um skammti. Piprið vel. Svo er bara að leggja lund­irn­ar í miðjuna og rúlla upp hryggn­um. 

Ég er bú­inn að reyna að læra "butcher's" hnút en mér geng­ur það bara alls ekki. Það er ljóst að ég hefði aldrei orðið skurðlækn­ir! 

Svo skar ég hrygg­inn í tvennt og setti í vakúm­poka. Hellti nokkr­um mat­skeiðum af olíu ofan í pok­ann ásamt meiri pip­ar og nokkr­um tim­i­an­lauf­um.

Svo ofan í vatnsbaðið sem ég stillti á 56 gráður. Lét þetta svo bara liggja þarna í 6 tíma - en ætli 3-4 hefðu ekki verið meira en nóg. 

Hjó hrygg­inn niður í bita, brúnaði í ofn­in­um og út­bjó svo kraft­mikið soð með hvít­lauk, lauk, gul­rót­um, sell­e­rí, lár­viðarlauf­um, hvít­víni og vatni. Byrjaði með 4 l af vökva sem ég sauð niður í 700 ml yfir dag­inn. 

Svo var bara að setj­ast niður og bíða. 

Síaði soðið, þykkti með smjör­bollu og hellti svo öll­um vökv­an­um af kjöt­inu sam­an við. Saltaði og pipraði. Gott soð þarf ekk­ert meira! 

Bræddi smjör á pönnu og brúnaði kjötið að utan. 

Leyft að hvíla í nokkr­ar mín­út­ur áður en það var sneitt niður. 

Borið fram með kart­öflugratíni (upp­skrift hérna), ein­földu sal­ati og græn­um baun­um (að sjálf­sögðu ferskn­um frosn­um og ekki úr dós!)

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert