Súkkulaðigrautur fyrir upptekna

Súkkulaðigrautur með bláberjum.
Súkkulaðigrautur með bláberjum. mbl.is/Marta María

Hef­ur þú sjaldn­ast tíma til að borða morg­un­mat heima hjá þér og ertu mikið á ferð og flugi? Ef þú ert í ofanálag sæl­keri þá er þetta morg­un­mat­ur­inn fyr­ir þig.

Um er að ræða súkkulaðigraut með chia-fræj­um og blá­berj­um. Aðal­uppistaðan í grautn­um er möndl­umjólk, vanillu­duft og kanill og svo koma chia-fræ­in eins og himna­send­ing og veita fyll­ingu. Það sem er gott við chia-fræ er að þau eru bæði prótein­rík og inni­halda mikið af amínó­sýr­um. Þótt við eig­um alls ekki að telja hita­ein­ing­ar dag­inn út og inn þá má samt sem áður minn­ast á það að chia-fræ inni­halda fáar hita­ein­ing­ar.

1 bolli vatn

12 möndl­ur

2-3 döðlur

2 msk hreint kakó­duft

1 tsk vanillu­duft

1 tsk kanil­duft

3 msk chia-fræ

Allt sett í bland­ara og þeytt sam­an, nema chia-fræ­in, þau eru hrærð út í eft­ir á og það tek­ur um það bil fimm mín­út­ur að fá þau til að stækka um 12%. Svo er graut­ur­inn skreytt­ur með fersk­um blá­berj­um.

HÉR er upp­skrift að morg­ungraut sem klikk­ar held­ur ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka