Silkimjúkt avókadó-hummus

Afar girnilegt hummus.
Afar girnilegt hummus. www.cookingclassy.com

Hér kemur uppskrift að gómsætu og silkimjúku avókadó-hummus. Það bragðast einstaklega vel með mexíkóskum mat. Uppskriftin kemur af heimasíðunni CookingClassy.com.

Hráefni

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 þroskuð avókadó, afhýdd og steinninn tekinn burt
  • 3 matskeiðar ólívuolía
  • 1 1/2 matskeið tahini
  • 3 matskeiðar nýkreistur límónusafi
  • 1 afhýddur hvítlauksgeiri
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 1/8 teskeið kúmen
  • 1 - 2 matskeiðar söxuð steinselja
  • Þurrkaðar paprikuflögur

Aðferð

  1. Settu kjúklingabaunirnar, ólívuolíuna, tahini, límónusafann og hvítlaukinn í matvinnsluvél þar til mjúk áferð hefur myndast. Saltaðu og pipraðu eftir smekk. Bættu svo kúmen og avókadó við og þar til mjúkt (1-2 mínútur til viðbótar).
  2. Að lokum er saxaðri steinselju og paprikuflögum stráð yfir.
Avókadóinu er bætt við kjúklingabaunirnar þegar þær hafa verið unnar …
Avókadóinu er bætt við kjúklingabaunirnar þegar þær hafa verið unnar í matvinnsluvél. www.cookingclassy.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert