Hressandi kaffi- og kakóhafragrautur

Hressandi kaffi- og kakóhafragrautur.
Hressandi kaffi- og kakóhafragrautur. lifdutilfulls.is

Hérna kemur uppskrift af geggjuðum hafragraut með kakói og kaffi. Uppskriftin er hluti af 14 daga sykurlausu áskoruninni frá Júlíu Magnúsdóttur, heilsumarkþjálfa Lifðu til fulls.

Hráefni
fyrir tvo

2 bollar glútenlausir hafrar eða tröllahafrar

4 bollar möndlumjólk/rísmjólk/kókosmjólk

1/2 bolli sterkt svart kaffi eða ein teskeið grænt kaffi duft (fæst m.a. í hylkjum) eða kaffi-extract

8 msk. chia-fræ

6 msk. kakóduft

4 tsk. kakónibbur

2 dropar stevia eða 2 döðlur skornar smátt

1 vanilludropi

 Aðferð:

  1. Settu öll innihaldsefnin í krukku, settu lok yfir og geymdu yfir nóttu. Ef þú notar kaffi-extract vertu viss um að bæta við allt að 1/2 bolla af möndlumjólk.
  2. Þetta má borða kalt eða örlítið upphitað í potti. Njóttu!

Lesa má nánar um áskorum Júlíu hérna: „Syk­ur­laus fæða er langt frá því að vera leiðigjörn“.

Júlía skorar á fólk að losa sig við sykurinn.
Júlía skorar á fólk að losa sig við sykurinn. Ljósmynd/ Tinna Björt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert