Svona er hinn fullkomni ostabakki

Svona bakki getur gert mikla lukku í partýi.
Svona bakki getur gert mikla lukku í partýi. honestlyyum.com

Fallegur bakki, stútfullur af dásamlegum ostum og öðru góðgæti, getur lífgað upp á hvaða partý sem er. En hvernig býr maður til hinn fullkomna ostabakka? Hér koma nokkrar hugmyndir.

„Byrjaðu á að koma ólíkum ostum fyrir á hornum bakkans og fylltu svo upp í eyðurnar með fíkjum, döðlum, kjötmeti, kexi, límónum, möndlum, sultu og ólívum. Veldu það hráefni sem þér þykir girnilegast. Komdu einhverju hráefninu fyrir á bakkanum og annað má setja í litlar skálar,“ segir matarbloggarinn Karen á bloggið HonestlyYum.com.

Hvað varðar ostana þá blandar Karen mildum og bragðsterkum ostum saman á bakkann og finnur þannig jafnvægi. „Að lokum, það sem ég elska að setja á ostabakkann er hunang. Það er einstakt og passar dásamlega vel við ost.“

Hunangið setur punktinn yfir i-ið.
Hunangið setur punktinn yfir i-ið. honestlyyum.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert