Búðu til veislurétti úr Bolognese

Matreiðsla á mbl.is, Óskar Finnsson
Matreiðsla á mbl.is, Óskar Finnsson Ásdís Ásgeirsdóttir

Hver kannast ekki við nöldur og tuð þegar kemur að því að borða afganga frá kvöldinu áður. En hvað ef þú tekur afgangana og býrð til úr þeim nýja og spennandi rétti? Í þetta skipti eldaði Óskar klassískt pasta bolognese sem öllum þykir gott. Til að þurfa ekki að vera sífellt að kaupa í matinn og ákveða nýja rétti, er tilvalið að elda ríflega af hakkinu og eiga afganga sem nýta má í tvo nýja rétti, chili con carne og gratinerað bolognese. Uppistaðan í kjötsósunni er hakk, laukur, hvítlaukur, paprika, chili, tómatpastasósa og krydd en uppskriftina má sjá á mbl.is. Hér eru svo hugmyndir að hakkinu í nýjum búningum!

Matreiðsla á mbl.is, Óskar Finnsson
Matreiðsla á mbl.is, Óskar Finnsson Ásdís Ásgeirsdóttir


Gratínerað Bolognese

Takið afganginn af bolognese-rétti og hitið í örbylgju þar til orðið nokkuð heitt. Hellið í eldfast mót og setjið ost yfir. Gott að nota ýmsar osttegundir sem þú átt og nýta þannig „gamla“ osta. Setjið í ofn á grill í ca. 5 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Mjög gott að bera fram með hvítlauksbrauði grilluðu með osti og salati eftir smekk.

Matreiðsla á mbl.is, Óskar Finnsson
Matreiðsla á mbl.is, Óskar Finnsson Ásdís Ásgeirsdóttir


Chili con carne með nachos eða taco-skeljum

Notið afgang af Bolognese sósunni hans Óskars, bætið út í chilibaunum (nýrnabaunum) og auka chilli eftir smekk.

Avocado mauk (guacamole)

avocado, marin með gaffli

1 hvítlauksrif, rifið salt, pipar

smá lime/eplaedik

sýrður rjómi

nachos eða taco skeljar

Borið fram með salati, annaðhvort með nachos eða í taco-skeljum. Setjið smá sýrðan rjóma yfir og rifinn ost ef þú átt það til.

Hér nýtist maturinn vel og ítalski pastarétturinn er orðinn að mexikóskri veislu með lítilli fyrirhöfn.

Sjá líka hér: Kraft­mikið spa­getti sem gælir við bragðlauk­ana

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert