Smálúða með „tandorri“ sniði

Ragnar Freyr Ingvarsson útbjó þetta girnilega salat með smálúðunni.
Ragnar Freyr Ingvarsson útbjó þetta girnilega salat með smálúðunni. Ljósmynd/Ragnar Freyr

„Það hef­ur lítið verið um að vera á blogg­inu mínu síðustu vik­ur og fyr­ir því eru hald­góðar ástæður. Ég hef verið á far­alds­fæti síðast liðnar vik­ur. Það tók tals­vert lengri tíma að verða mér úti um vinnu í Englandi og því hef ég verið að fljúga fram og til­baka til Svíþjóðar til að vinna. Hef verið að starfa fyr­ir Capio Mo­vement þar sem ég starfa sem yf­ir­lækn­ir á gigt­ar­deild­inni í Halmstad. Þó að ég hafi ekki verið mik­ill talsmaður einka­rekst­urs í heil­brigðis­kerf­inu er gam­an að fá að kynn­ast þeirri hlið því hérna starfar metnaðarfullt fólk sem vill sjúk­ling­um sín­um það besta og upp­sker mikla ánægju frá þeim. Ég hef alltént lært að það eru fleiri leiðir til að gera vel en ég taldi sjálf­ur! Alltaf lær­ir maður eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Ragn­ar Freyr Ingvars­son eða Lækn­ir­inn í eld­hús­inu eins og hann er kallaður í sinni nýj­ustu blogg­færslu á Smartlandi Mörtu Maríu:

Frá og með miðjum des­em­ber mun ég ger­ast starfsmaður NHS og starfa sem gigt­ar­lækn­ir í East­bour­ne í hálfu starfi auk þess sem ég mun aðstoða fyr­ir­tæki sem kall­ast MSK Partners­hip að þróa leiðir til að þjón­usta fólk með stoðkerf­is­vand­mál eins vel og unnt er. Hlakka veru­lega til að tak­ast á við ný verk­efni. Fjöl­skyld­unni geng­ur líka vel að koma sér fyr­ir í Englandi. Yngsta dótt­ir­inn, Ragn­hild­ur Lára, lærði ensku á metttíma. Son­ur­inn, Vil­hjálm­ur Bjarki, unir sér vel í skól­an­um og tán­ing­ur­inn, Val­dís Eik, virðist líka blómstra í nýju um­hverfi. Eig­in­kona mín, Snæ­dís, virðist líka njóta sín vel í há­skól­an­um í Sus­sex þar sem hún er í fram­halds­námi í sál­fræði. Ég var einnig ný­verið á Íslandi þar sem ég hélt er­indi á aðal­fundi Fé­lags ís­lenskra gigt­ar­lækna og hitti þann fríða hóp á góðri stundu.

All­ar þess­ar hrær­ing­ar hafa því tafið fyr­ir því að ég hafi getað sinnt blogg­inu mínu eins og ég vildi. En svona er þetta, stund­um er mikið að gera og stund­um aðeins minna! Ein­hver sagði - „if you want somet­hing done, ask someo­ne busy!“ - Það er mikið til í þess­um orðum!

Smá­lúða með „tandori“ sniði með túr­merikkart­öfl­um, poppuðum sinn­eps­fræj­um, ein­földu sal­ati og jóg­úrt myntusósu

Ég sótti tals­vert af fiski þegar ég var á land­inu um síðustu helgi til að taka með mér til Eng­lands. Legg leið mín jafn­an í Fisk­búðina á Sund­lauga­veg­in­um. Sótti ým­is­legt góðgæti - meðal ann­ars þessa smá­lúðu sem var á til­boðsverði. 

 

 

1,2 kg smá­lúða

5 msk hveiti

3 msk tandori masala

1 tsk hvít­laukssalt

pip­ar

smjör til steik­ing­ar

 

Myntusós­an

 

4 msk grísk jóg­úrt

2 msk maj­ónes

1 búnt mynta

hnífsodd­ur brodd­kúmen

1 tsk hlyns­íróp

1 hvít­lauksrif

salt og pip­ar 

 

Kart­öfl­urn­ar

 

800 g kart­öfl­ur (blóm­kál er líka ljóm­andi)

1 msk túr­merik

2 tsk brodd­kúmen

3 msk sinn­eps­fræ

50 g smjör

2 msk jóm­frúarol­ía

stein­selja til skreyt­ing­ar

 

Sal­atið

 

6 tóm­at­ar

1 rauður lauk­ur

1/​6 haus ice­berg kál

1 búnt vor­lauk­ur (6 lauk­ar)

2 msk rauðvín­se­dik

1 msk jóm­frúarol­ía

safi úr einni sítr­ónu

salt og pip­ar

 

Fyrst var að gera hveiti­blönd­una. Það má vel skipta út hveit­inu fyr­ir spelti eða jafn­vel heil­hveiti. Blandið sam­an hveit­inu, tandori krydd­inu, hvít­laukssalt­inu og pip­arn­um. 

 

 

Fáið svo börn­in ykk­ar með í lið - Villi var svo sann­ar­lega vilj­ug­ur að hjálpa - hann velti fisk­in­um upp úr hveit­inu. 

 

Bræðið síðan smjör á pönnu og steikið fisk­inn í 1-2 mín­út­ur á hvorri hlið og setjið í eld­fast mót inn í heit­an ofn (180 gráður - byrjið á þykk­asta flak­inu, sem þarf lengst­an eld­un­ar­tíma) á meðan þið steikið hin flök­in.

Blandið sam­an jóg­úrt­inni og maj­ónes­inu í skál. Skerið mynt­una gróf­lega niður. Vil­hjálm­ur er líka vilj­ug­ur að vinna þessi verk. Ég hef verið að kenna hon­um hvernig maður á að munda hníf­inn.

 

Blandið svo mynt­unni sam­an við, ásamt brodd­kúmen­inu, salti og pip­ar. 

 

Það er ágætt að gera sal­atið fyrst þar sem ed­ikið í dress­ing­unni mýk­ir lauk­inn og dreg­ur fram sæt­una í hon­um. Sneiðið tóm­at­ana og lauk­inn næf­urþunnt með mandó­líni og leggið á flat­an disk. Sneiðið ice­bergsal­atið jafn­framt smátt niður. Raðið þessu í ólík­um lög­um á disk­inn. Að lok­um skreytið með vor­laukn­um. Blandið jóm­frúarol­í­unni, ed­ik­inu og sítr­ónusaf­an­um vand­lega sam­an og hellið yfir græn­metið. Saltið og piprið og látið standa svo að dress­ing­in mar­in­eri sal­atið líttil­lega. 

Sjóðið kart­öfl­urn­ar þangað til að þær eru til­bún­ar, í ríku­lega söltuðu vatni. Ég var með nýj­ar kart­öfl­ur þannig að ég var ekk­ert að hafa fyr­ir því að flysja þær. Bræðið síðan smjör í potti og setjið túr­merikið og brodd­kúmenið sam­an við og eldið það í nokkr­ar sek­únd­ur þannig að það vakni (ilm­ar dá­sam­lega). Setjið svo sinn­eps­fræ­in út í og veltið upp úr krydds­mjör­inu. Því næst setjið þið kart­öfl­urn­ar sam­an við og hjúpið þær vand­lega með smjör­inu. Eldið þangað til sinn­eps­fræ­in fara að poppa (gætið þess að hafa þá lokið á svo þau fari ekki út um allt).

 

Skreytið fisk­inn með fersku kórí­and­er og njótið í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. 

Ég prófaði þetta hvít­vín með matn­um en ég hef áður smakkað rauðvínið frá sama fram­leiðenda og verið ánægður með það. Þetta er Marqu­es Casa Concha Ch­ar­donnay frá 2012. Þetta er vín frá Chile - og er einkar ljúf­fengt. Kraft­mikið og lif­andi ávaxta­bragð og smjör­kennt á tungu með ljóm­andi ljúfu eft­ir­bragði. 

Ragnar Freyr Ingvarsson í eldhúsinu.
Ragn­ar Freyr Ingvars­son í eld­hús­inu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert