New York-bollur bara betri daginn eftir

Borgarinn hans Óskars.
Borgarinn hans Óskars. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Óskar Finnsson eldaði bragðmiklar New York-bollur með parmesan en þátturinn var sýndur í síðustu viku á mbl.is og má finna HÉR. Úr afganginum útbjó hann New York-kjötloku og New York-gratín.

„Kjötbollur í góðri tómatasósu eru alltaf vinsælar hjá bæði börnum og fullorðnum. Það þarf ekki að taka langan tíma að matbúa girnilegar bollur sem bragð er að en á mbl.is sýnir Óskar okkur á fimm mínútum hvernig það er gert. Óskar notar í bollurnar hvítlauk, chili og lauk svo eitthvað sé nefnt. Hann steikir bollurnar fyrst á pönnu og klárar svo að elda þær inni í ofni með parmesanosti yfir. Fyrir upptekið nútímafólk er tilvalið að gera tvöfalda uppskrift af bollum og eiga nóg afgangs fyrir aðra máltíð. Hver vill ekki bíta í gómsæta kjötbollusamloku eða kjötbollugratín á köldu vetrarkvöldi áður en borðin fara að svigna undan jólakræsingum og smákökum,“ segir Óskar Finnsson.

New Yorkgratín

Bollugratín.
Bollugratín. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

 

Afgangar af New York-kjötbollum

ostur, má nota mozzarella eða það sem finnst í ísskáp

létt salat

baguette-brauð

Setjið bollurnar ásamt sósunni í eldfast mót og setjið fullt af osti ofan á. Bakið í ofni í 12-14 mín. í heitum ofni. Berið fram með salati og baguette.

 

New York kjötloka

afgangar af New York-kjötbollum

mozzarella ostur,

basil/rucola salat

gott brauð, t.d. baguette

1 tómatur

Skerið ostinn í 1 cm sneiðar. Hitið kjötbollurnar í örbylgjuofni ásamt sósunni og ostinum. Ristið brauðið eða bakið í ofni, leggið þunnar tómatsneiðar á brauðið, setjið 2 bollur sem er búið að hita ofan á og þar næst rucola salat eða basil.

Það er auðvelt að gera afganga miklu meira spennandi með heitu brauði, það er því tilvalið að eiga alltaf baguette-braut í frysti.  Til dæmis má nota baguette til að gera girnilegar samlokur með fisk- eða kjötafgöngum og góðri hvítlaukssósu. Afgangspasta er betra með baguette, annaðhvort með smjöri eða hvítlaukssmjöri. Og heitt brauð er snilld með súpum líka.

 Smelltu HÉR til að sjá meira af Korter í kvöldmat

Svona leit rétturinn upphaflega út.
Svona leit rétturinn upphaflega út. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert