10 ráð til að láta ferskmetið endast lengur

Gott er að vefja brauðhleif í þurrt viskastykki til að …
Gott er að vefja brauðhleif í þurrt viskastykki til að það haldi ferskleika sínum lengur. Ómar Óskarsson

Það er sérlega hvimleitt að þurfa að henda matvælum. Oft má koma í veg fyrir óþarfa sóun þetta með því að geyma matvælin með réttum hætti.

Smyrðu lárperuna þína með sítrónusafa eða ólífuolíu
Sítrónusýra kemur í veg fyrir að lárperan verði brún, eftir að hún hefur verið skorin í tvennt, og ólífuolía gerir sama gagn.

Vefðu oststykkið þitt í edikbleytta munnþurrku
Bleyttu pappaþurrku með ediki og geymdu í sama poka og ostinn. Bragðið og lyktin af edikinu ætti ekki að hafa áhrif á bragðgæði ostsins.

Ekki þvo grænmetið og ávextina áður en þú setur í kælinn
Ef ferskmetið fer blautt, eða rakt, inn í ísskáp skemmist það fyrr en ella.

Ber geta haft gagn að edikbaði
Gott er að blanda saman þremur bollum af vatni og einum af ediki og skola berin upp úr blöndunni. Passa verður að skola og þurrka berin vel áður en þeim er komið fyrir í kælinum.

Geymdu mjólkina í glerflöskum
Mjólk geymist lengur sé hún geymd í glerflöskum, auk þess sem hún verður kaldari.

Geymdu ávexti og grænmeti í sitthvoru lagi
Ávextir sem gefa frá sér etýlen (til að mynda epli og bananar) geta orðið til þess að aðrir ávextir og grænmeti þroskast og skemmast fyrr. Þess vegna er gott ráð að geyma ávexti í einni skúffu í ísskápnum, en tileinka grænmetinu hina skúffuna.

Skerðu toppinn af gulrótunum þínum
Gulrætur eru óneitanlega fallegar með sínum grænu laufum, þær draga þó til sín næringarefni – jafnvel eftir að gulræturnar hafa verið týndar. Þess vegna er sniðugt að skera toppinn af gulrótunum áður en gengið er frá þeim inn í ísskáp. Það sama á við um rófur.

Geymdu brauð í viskastykki og bréfpoka
Vefðu brauðinu inn í þurrt viskastykki og stingdu í bréfpoka. Brauðið þornar síður og heldur ferskleika sínum lengur.

Geymdu sveppina í bréfpoka
Gott er að geyma sveppi í bréfpoka. Pappírinn dregur í sig vökva, þannig að þú situr ekki uppi með slepjulega og ólystuga sveppi.

Ekki setja geyma brauð í ísskápnum
Þvert á það sem margir halda geymist brauð ekki lengur í ísskáp. Kuldinn gerir það að verkum að sterkjan í brauðinu kristallast og það staðnar fyrr en ella.

Fleiri stórgóð ráð má lesa á vef Self.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að geyma blaut …
Það kann ekki góðri lukku að stýra að geyma blaut ber í kæliskápnum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert