Óskar Finnsson kemur sífellt með nýjar og sniðugar uppskriftir sem allir geta farið eftir. Í vikunni kenndi hann okkur að elda cordon bleu á einfaldan og fljótlegan hátt og hér sýnir hann hvernig má nýta afgangana í tvo glæsilega rétti sem báðir miðast við tvo.
Skerið brauðið í tvennt og léttristið í ofni. Hellið nokkrum dropum af ólífuolíu á neðri partinn af brauðinu og smyrjið síðan örlitlu dijon-sinnepi á. Setjið svo salatið, tómatsneiðar og paprikusneiðar ofan á. Hitið afganga af cordon bleu í örbylgjuofni í 1–2 mínútur. Setjið ofan á grænmetið og lokið.
Til að hleypa fjögur egg þarf lítra af vatni með örlitlu salti og 1 msk. af eplaediki. Þegar suðan er komin upp, hrærið með teskeið í vatninu þannig að hringiða myndist. Brjótið eggið varlega út í og sjóðið í 2–3 mínútur. Eggjarauðan á að vera fljótandi, ekki yfirgefa pottinn á meðan þið eruð að gera þetta, það á að léttsjóða í pottinum, ekki bullsjóða. Takið eggin varlega upp úr pottinum og geymið á meðan þið eruð að hita afgangana upp í örbylgjunni. Kjötið er sett á diskinn, rófurnar/gulræturnar ofan á kjötið og eggin síðan ofan á.