Girnilega beygla og glæsilegt smurbrauð

Afganga af svínalund er frábært að nýta í nýja rétti, …
Afganga af svínalund er frábært að nýta í nýja rétti, til dæmis með brauði.

Það borgar sig að elda ríflega af brie-fylltu svínalundinni sem Óskar Finnsson kokkur töfraði fram í síðasta þætti af Korter í kvöldmat. Ekki bara af því að rétturinn er sérlega bragðgóður, afgangana er frábært að nota til að búa til girnilega beyglu og glæsilegt smurbrauð.

Maltbrauð með svínakjöti

Smyrjið maltbrauð með majónesi og setjið ofan á salatblað, steiktan lauk, skornar svínalundir, súrar gúrkur, steinselju og smá auka majónes.

Rétturinn er toppaður með þessari einföldu er ótrúlega bragðgóðu sinnepsdressingu.

  • 80 gr. sýrður rjómi
  • 1 msk. dijon-sinnep
  • 2 msk. hunang
  • salt og pipar

Hráefninu er einfaldlega öllu hrært saman og sósan er tilbúin. Hún er ekki bara góð með maltbrauði, heldur einnig á beyglu (uppskrift að neðan) og með ýmsum öðrum réttum.

Svínalund á maltbrauði með sinnepsósu, steiktum lauk og grænmeti, hver …
Svínalund á maltbrauði með sinnepsósu, steiktum lauk og grænmeti, hver getur hafnað því?

Beygla með svíni og sinnepsdressingu

Skerið beyglu í tvennt og ristið í ristavél. Smyrjið beygluna með sinnepsdressingu og raðið salatblaði, paprikusneiðum og kjötinu í þunnum sneiðum ofan á. Bætið svo meiri sinnepsdressingu við og lokið með hinum helmingi beyglunnar.

Fátt betra en góð beygla.
Fátt betra en góð beygla.

Svín á linsubaunabrauði

Ristið linsubaunabrauð frá Myllunni. Setjið á það lambhagasalat, tómatasneiðar, gúrkusneiðar, kjötið í þunnum sneiðum og að lokum 1-2 tsk. af mæjónesi.

Það þarf ekki að vera flókið að gera afganga girnilega.
Það þarf ekki að vera flókið að gera afganga girnilega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert