Grísk lambapíta með engri fyrirhöfn

Kvöldmaturinn gerist varla fyrirhafnarminni en þessi gríska lambapíta.
Kvöldmaturinn gerist varla fyrirhafnarminni en þessi gríska lambapíta.

Eitt af því besta við lambalæri, fyrir utan bragðið, er að það er yfirleitt nóg af því. Óskar kokkur töfraði fram grískt lambalæri í síðasta þætti af Korter í kvöldmat og mælir með því að nýta afgangana í góðan pottrétt en einnig má setja þá í pítu sem er vinsæl á mörgum heimilum.

Grísk lambapíta

Opnið pítubrauð og ristið. Skerið kjötið niður í þunnar sneiðar og léttsteikið á pönnu. Setjið eina msk. af dressingunni inn í pítubrauðið og 50–60 g af lambakjötinu. Setjið næst salatið og í lokin smá dressingu yfir.

Grískt lambaragú

Setjið út á pönnu eina dós af niðursoðnum söxuðum tómötum og látið suðuna koma upp. Skerið lambið í litla bita og bætið út í. Skerið kartöflurnar niður smátt og bætið út í. Þegar þetta hefur verið soðið í u.þ.b. 1 mín. er salatinu bætt út og látið malla í ½ til 1 mín. Passa þarf að ragúið ofeldist ekki því við eigum að finna fyrir salatinu. Borðið með nýbökuðu brauði.

Það sem gerir ragúið alveg ómótstæðilegt er brakandi ferskt grænmeti.
Það sem gerir ragúið alveg ómótstæðilegt er brakandi ferskt grænmeti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert