Ætlaði að baka þessa köku fyrir brúðkaupið

Kakan girnilega!
Kakan girnilega! blaka.is

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, matgæðingur og fjölmiðlakona, gifti sig fyrr í mánuðinum. Hún ætlaði upphaflega að baka eigin brúðartertu sjálf en ákvað síðan að kaupa tertu til að minnka stressið sem fylgir því að halda brúðkaupsveislu. „Þetta er með því betra sem ég hef bakað og ég ætlaði að baka þessa fyrir minn eigin stóra dag,“ sagði Lilja.

Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni sem hún kallar Freyðivínsköku með hindberja- og freyðivínskremi. Uppskriftin birtist á kökublogginu Blaka.is.

Botnar
Hráefni:
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið form sem þið ætlið að nota.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Hrærið smjöri og sykri vel saman í annarri skál. Bætið eggjahvítunum saman við, einni í einu, og hrærið vel eftir hverja.
  4. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið vel.
  5. Bætið á víxl þurrefnum og freyðivíni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
  6. Setjið í form og bakið í 23–25 mínútur. Kælið alveg áður en kremið er sett á.
Freyðivíns- og hindberjasósa
Hráefni:
Aðferð:
  1. Setjið hindber í matvinnsluvél og maukið. Hellið blöndunni í gegnum gatasigti til að losna við fræin. Ef þið notið frosin ber verður að þíða þau fyrst.
  2. Setjið hindberjamaukið og freyðivín í pott yfir meðalhita og leyfið léttri suðu að koma upp.
  3. Hrærið af og til í blöndunni þar til hún er helmingi minni um sig. Takið þá pottinn af hellunni og kælið blönduna.
Krem
Hráefni:
Aðferð:
  1. Þeytið smjör og salt saman í 4–5 mínútur.
  2. Bætið freyðivíns- og hindberjasósu og vanilludropum saman við og hrærið vel.
  3. Bætið því næst flórsykri saman við, einum bolla í einu, og hrærið vel saman.
  4. Skreytið kökurnar með kreminu eins og ykkur finnst fallegast.
Glassúr
Hráefni:
Aðferð:
  1. Blandið öllum hráefnum saman og hellið yfir kökuna/kökurnar. Skreytið með hindberjum.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert