Pasta er ein af lystisemdum lífsins en er ansi oft hitaeiningarríkt og fer misvel í maga. Hér er komin detox útgáfa af pastarétti sem kemur skemmtilega á óvart. Uppskriftin er frá DeliciouslyElla og er rétturinn er laus við alla unna matvöru, er vegan og aðeins gerður úr grænmeti, hnetum, olíu og kryddi! Undirrituð hefur sjálf sannreynt gæði réttarins sem koma á óvart. Það þarf ekki að elda „pastað“ og það er í raun undarlegt hvað þetta er gott og ekkert „hrátt“ á bragðið. Pestóið eitt og sér er líka stórgott. Kremað og djúsí.
Hráefni
1 vænn kúrbítur
1 mjúk lárpera
1 hvítlauksrif
100 gr kasjúhnetur (og 50 gr til að toppa með)
25 gr. Fersk basilika
2 tsk næringarger (ef þú átt það – annars má sleppa því)
1 og hálf sítróna (safinn)
4 msk olía
3 msk vatn
Salt eftir smekk
Aðferð
Ég setti nokkra ferska dísaæta og bragðmikla tómata út í pastað. Það var mjög gott.