Það getur verið hvimleitt að afhýða engiferrót og oft á tíðum fer stór hluti rótarinnar til spillist þegar skorið er utan af rótinni með hníf. Matreiðslukennarinn Angela Malik segist alltaf byrja á því að kenna nemendum sínum að afhýða engifer með skeið. Það sé mun fljótlegra og nánast ekkert fari til spillis. Einnig má frysta engifer sem búið er að afhýða í loftþéttum pokum. Frosna engiferbúta er tilvalið að nýta í þeytinga.