Holl og hugguleg súkkulaðiterta

Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls, situr sjaldnast auðum höndum. Nýlega gaf hún út sína fyrstu uppskriftabók sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur. Hér deilir hún með okkur einni af sínum uppáhaldsuppskriftum úr bókinni.

Botn:

1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt)

¾ bolli mjúkar ferskar döðlur, fjarlægið steininn

salt á hnífsoddi

Súkkulaðikrem:

1½ stórt, fullþroskað avókadó

½ bolli hreint kakóduft

¼ bolli kókosolía í fljótandi formi

¼ bolli mjúkar ferskar döðlur, fjarlægið steininn

4 dropar stevía

vanilluduft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanilludropar

salt á hnífsoddi

Malið möndlurnar vel í matvinnsluvél á lægstu stillingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til blandan myndar deigkúlu sem helst vel saman (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk. af kókosolíu í fljótandi formi). Þrýstið niður í 23 cm smelluform og geymið í kæli á meðan þið útbúið krem.

Setjið næst öll innihaldsefni fyrir súkkulaðikremið í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á botninn og geymið kökuna í kæli eða frysti í klukkustund áður en hún er borin fram eða frystið yfir nótt.

Njótið með kókosrjóma og berjum. Kirsuber og jarðaber eru í sérstöku uppáhaldi hjá Júlíu.

Fersk ber og þeyttur rjómi eða kókosrjómi eru fullkomið meðlæti …
Fersk ber og þeyttur rjómi eða kókosrjómi eru fullkomið meðlæti með súkkulaðitertunni. Lifðu til fulls
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert