Mexíkósk „crunchwrap“

cookingwithjanica.com

Cook­ing with Janica er skemmti­legt blogg þar sem kær­ust­urp­arið Jessica Pinn­ey and Janette Staub deila girni­leg­um og krea­tíf­um hug­mynd­um og upp­skrift­um úr eld­húsi sínu í L.A. Þær segja bloggið vera sprottið út frá of mikl­um tíma á Pintrest, þörf fyr­ir að fylla upp í leiðin­leg­an tíma og þeirra óseðjandi innra „feita barni.“

Ein vin­sæl­asta upp­skrift þeirra er þessi ein­falda en afar girni­lega upp­skrift af „crunchwrap“ sem myndi ef til vill út­leggj­ast sem vefju­baka á ís­lensku. Jessica og Janette hafa mikl­ar mæt­ur á þeim skyndi­bita­rétti en vildu reyna að gera holl­ari út­gáfu af mexí­kóska gúm­melaðinu. Upp­skrift­in tókst stór­vel og bragðast að þeirra sögn bet­ur en upp­haf­legi rétt­ur­inn á skyndi­bitastaðnum Taco Bell.

Mat­ar­vef­ur mbl.is eldaði rétt­inn fyr­ir skemmstu við mik­inn fögnuð viðstaddra. Við skipt­um þó ostasós­unni út fyr­ir salsasósu, bæt­um við fersku kórí­and­er með tómöt­un­um og bár­um bök­urn­ar fram með sal­ati og fersku guaca­mole.

cook­ingwit­hjanica.com/

Mexíkósk „crunchwrap“

Vista Prenta

Inni­hald í 6 vefju­bök­ur

500 g nauta­hakk
1 pakki taco krydd­blanda
7 vefj­ur
6 stökk­ar taco skelj­ar
1 dós sýrður rjómi
2 boll­ar rif­inn ost­ur
2 boll­ar smátt skrorið íssal­at
1 bolli saxaðir tóm­at­ar
1 bolli ostasósa

Aðferð:

  1. Steikið hakkið á pönnu á miðlungs­hita þar til það verður gegn­steikt. Hellið vatn­inu sem hakkið gef­ur frá sér af. 
  2. Kryddið kjötið með taco krydd­blönd­unni og bætið vatnið við ef leiðbein­ing­arn­ar á kryddpakk­an­um fara fram á það. 
  3. Hrærið vel sam­an og steikið í 2-3 mín­út­ur. 
  4. Setjið kjötið til hliðar.
  5. Skerið kálið og tóm­at­ana niður. 
  6. Hitið vefj­urn­ar í ör­bylgju­ofni í 20 sek­únd­ur.
  7. Leggið eina köku í einu á flatt yf­ir­borð og setjið um það bil ½ bolla af kjöt­fyll­ingu í miðjuna.
  8. Bætið við 2-3 msk. af osta­stósu.
  9. Takið því næst tacoskel­ina – brjótið hana í tvennt og leggið yfir kjötið. 
  10. Ofan á skel­ina kem­ur þunnt lag af sýrðum rjóma, káli, tómöt­um og loks ost­ur. 
  11. Rifið af lít­inn bita af vefju og setjið ofan á fyll­ing­una til að koma í veg fyr­ir að fyll­ing­in velli út. 
  12. Til að brjóta her­leg­heit­in sam­an í bögg­ul skaltu byrja á botn­in­um  og brjóta neðsta hluta vefj­unn­ar upp á miðju fyll­ing­ar­inn­ar. Snúðu svo vefj­unni og haltu áfram að brjóta enda vefj­unn­ar upp á fyll­ing­una og gerðu það all­an hring­inn uns hún er full­kom­lega lokuð.
  13. Steikið svo bögg­ul­inn á pönnu upp úr smá olíu í 2-3 mín­út­ur á miðlungs­hita á hvorri hlið eða þar til vefj­an tek­ur að gyll­ast. Best er að byrja á að steikja fyll­ing­ar­hliðina.

    Best er að borða vefju­bök­urn­ar strax á meðan þær eru heit­ar og ost­ur­inn mjúk­ur.
Vefjubakan er örlítið föndur en vel þess virði.
Vefju­bak­an er ör­lítið fönd­ur en vel þess virði. cook­ingwit­hjanica.com/
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert