Bakað grasker með möndluflögum

Grasker er bragðgott og minnir að mörgu leyti á sæta …
Grasker er bragðgott og minnir að mörgu leyti á sæta kartöflu. mbl

Bakað grasker (butternut squash) minnir að mörgu leyti á sætar kartöflur en er þó minna sætt. Grasker hentar einstaklega vel með haustlegum mat, er hollt og gott og hið mesta augnayndi.

Hér kemur uppskrift að einföldu meðlæti sem hentar vel með nánast hverju sem er. Afgangs grasker er svo tilvalið að nýta í grænmetissúpur.

Bakað Grasker

1 vænt grasker
4 msk. olía 
1/3 tsk. sjávarsalt
1/4 tsk. chiliflögur 
3 msk. möndluflögur
3 msk. ferskt rifið rauðkál 

Skerið graskerið í tvo jafna helminga.
Skafið fræin úr.
Berið olíu í eldfast mót og setjið graskerið í mótið.
Hellið olíu yfir graskerið og kryddið.
Bakið graskerið í 30-40 mínútur á 180 gráðum eða þar til graskerið er orðið mjúkt í gegn.
Takið graskerið út, stráið hnetum og rauðkáli yfir og berið fram.

Grasker er stórgott meðlæti með flestum mat.
Grasker er stórgott meðlæti með flestum mat. mblis/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert