Fylltur kjúklingur með brie og perum

Sætar bakaðar perur, mjúkur brie ostur, stökkar valhnetur, sætt hunang og kryddaður rósmarínkeimur. Það hljómar eins og stórkostlegt ævintýr fyrir bragðlaukana, ekki satt?Rétturinn er bæði auðveldur, einstaklega bragðgóður og fangar ávalt athygli matargesta.

Ábending fyrir gráðostunnendur! Fyrir þá sem eru fyrir gráðost er gott að mylja örlítinn gráðost yfir kjúklinginn áður en hann er bakaður.

2 vænar kjúklinabringur
1-2 perur
1 lítill brie
4 msk hunang.
100 gr valhnetur
Ferskar rósmarín greinar
Salt
olía 

Afhýðið eina peru og skerið í sneiðar.
Skerið ostinn í fremur þunnar sneiðar.
Setjið olíu í eldfastmót svo bringurnar festist ekki við mótið.
Raðið bringunum í mótið.
Skerið ræmur ofan í kjúklingabringurnar þversum. Eins margar og djúpar og rúmast fyrir á fletinum.
Raðið fyrst ost í raufarnar, því næst perum og loks hnetum.
Hellið 2 msk af hunangi yfir hverja bringu.
Saltið kjúklinginn.
Dreifið rósmarín greinunum yfir bringurnar.
Bætið auka perum í mótið ef vill.

Bakið við 180 gráður í 35 – 40 mínútur eftir þykkt.

Fylltur kjúklingur með brie, perum, valhnetum og hunangi.
Fylltur kjúklingur með brie, perum, valhnetum og hunangi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert