Æt máling og regnbogabrauð

learnplayimagine.com

Allison Sonnier heldur úti skemmtilegri vefsíðu þar sem hún býr gjarnan til leir og málningu sem má borða þó hún bragðist ekki endilega vel. Sonnier á fjóra drengi og á í fullu fangi með að hafa ofan af fyrir orkuboltunum sínum en hún er heimavinnandi og kennir drengjunum sínum heima. Drengjunum finnst mjög gaman að mála og því býr Sonnier til æta málningu svo að ef einhver þeirra freistast til að borða málninguna er það ekkert tiltökumál. Hún segist þó gæta þess að málingin sé ekki of bragðgóð því þá sé voðinn vís enda er matarlitur í miklu mæli ekki æskilegur þó vissulega megi nú kaupa mun betri matarliti en hér áður fyrr.

Hér að neðan er að finna uppskrift að ætri málningu. Málninguna má nota á pappír – eða til að mála ristað brauð. Það er örugglega stórkostleg byrjun á afmælisdegi að fá að mála sitt eigið brauð!

Í málninguna þarftu aðeins tvö innihaldsefni:
Niðursoðna sæta mjólk (sweet condensed milk)
Matarliti

Skiptu mjólkinni í nokkur lítil ílát.
Það er tilvalið að nota álmuffinsform ef þú átt slíkt.
Blandið svo matarlit út í og hrærið.
Málingin verður glansandi og flagnar ekki af pappír.

Góða skemmtun!

Ristað brauð verður varla hressara en þetta!
Ristað brauð verður varla hressara en þetta! learnplayimagine.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert