Hafrastykki með dökku súkkulaði

Girnilegt hafrastykki með súkkulaði
Girnilegt hafrastykki með súkkulaði Rósa Guðbjartsdóttir

Listakokkurinn Rósa Guðbjartsdóttir gaf á dögunum út bókina Hollt nesti, morgunmatur og millimál. Í bókinni er að finna fjöldann allan af góðum hugmyndum en hér deilir Rósa með okkur uppáhaldsuppskrift sinni úr bókinni en börnin hennar hafa einstakt dálæti á þessum hafrastykkjum og búa þau ósjaldan til.

Hafrastykki með dökku súkkulaði 

- sem ekki þarf að baka

150 g smjör

¾ dl hlynsíróp

6 dl hafraflögur

1½ dl kókosmjöl

1 tsk. vanilludropar

Súkkulaðifylling

100 g súkkulaði, a.m.k. 70% kakóinnihald

2 msk. hnetusmjör

eða

1 dl kakó

1 dl hlynsíróp

1 msk. kókosolía, fljótandi

salt á hnífsoddi

 Bræðið smjör í potti við vægan hita og blandið hlynsírópi saman við.
Hrærið hafraflögum saman við og takið síðan pottinn af hitanum.
Bætið þá vanilludropum út í ásamt helmingnum af kókosmjölinu.
Bræðið síðan súkkulaði í öðrum potti við vægan hita og hrærið hnetusmjöri saman við. Eða hrærið saman kakó, kókosolíu, hlynsíróp og salt.
Þrýstið um ¾ hlutum haframjölsblöndunnar í lítið smurt form.
Smyrjið síðan súkkulaðihrærunni ofan á og þrýstið loks afganginum af haframjölsblöndunni yfir súkkulaðið.
Stráið afganginum af kókosmjölinu yfir allt.
Kælið og skerið í bita.

Rósa og dóttir hennar Margrét Lovísa.
Rósa og dóttir hennar Margrét Lovísa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert