Súkkulaðilæri með vanillu, súkkulaðisósu og möndlum
fyrir 4
8 gæsalæri, helst hamflett
salt og nýmalaður pipar
4 msk. olía
2 laukar, smátt saxaðir
2 vanillustangir, klofnar eftir endilöngu
1-2 dl romm
¾ dl hvítvín
1 dl möndlur, afhýddar
1 dl rúsínur
½ chili-aldin, smátt saxað
1 tsk. salt
¾ tsk. nýmalaður pipar
60 g súkkulaði, 50-70%, rifið
Kryddið gæsalæri með salti og pipar og steikið upp úr olíu í potti í 2 mín. á hvorri hlið. Setjið allt sem er í uppskriftinni nema súkkulaði í pottinn og sjóðið við vægan hita undir loki í 1 ½-2 klst. eða þar til lærin eru orðin mjúk undir tönn. Bætið þá súkkulaðinu saman við og hrærið í þar til það hefur samlagast. Eftir það má sósan ekki sjóða. Berið fram með t.d. hrísgrjónum sem soðin hafa verið í kókosmjólk, salati og brauði.