humar (4-5 halar á mann)
1 búnt fersk basilíka
2 hvítlauksrif
30 g sólþurrkaðir tómatar í olíu
2 msk. maísmjöl
maldonsalt
sólblómaolía til að djúpsteikja upp úr
Maukið basilíkulauf, hvítlauk og sólþurrkaða tómata saman í matvinnsluvél.
Smyrjið mauki ofan á humarinn og pakkið inn í hrísgrjónadeigsblöðin eins og sýnt er á pakkningunum (springroll pakkanum).
Blandið 2 msk. af köldu vatni saman við maísmjölið svo úr verði blautt deig sem notað er til að líma saman hrísgrjónadeigsblöðin þegar þeim er pakkað saman svo ekki opnist við djúpsteikingu.
Djúpsteikið við 180 gráður þar til gullinbrúnt og stráið síðan smá maldonsalti yfir rúllurnar.
Gott að bera fram með japönsku majónesi eða aioli-sósu og salati.
150 g hreint smjör, við stofuhita
40 g þurrkaðir villisveppir (gjarnan blandaðar tegundir)
1 sítróna, safinn
4-5 dl brauðrasp
4 bökunarkartöflur
100 g hreint smjör
100 ml rjómi
1 msk sjávarsalt
Kartöflumauk – aðferð
Skrælið kartöflur og skerið í grófa bita
Sjóðið í um 25 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar og hellið vatni af.
Maukið kartöflurnar með því að stappa þær vel. Blandið smjörinu saman við og síðan rjómanum og saltinu.
Villisveppaskel – aðferð
Þeytið smjörið upp í hrærivél í 10 mínútur eða þar til það er orðið loftkennt.
Setjið þurrkuðu villisveppina í matvinnsluvél og búið til duft úr þeim.
Setjið villisveppaduftið saman við smjörið ásamt sítrónusafa.
Bætið brauðraspinu út í og setjið um 100 g af maukinu ofan á smjörpappír og annan smjörpappír yfir og fletjið út þunnt lag. Kælið.
Þegar smjörplatan er orðin hörð, takið þá út og skerið í hæfilega stærð sem passar ofan á fiskinn.
Þorshnakkinn eldaður – aðferð
Hitið ofninn í 170 gráður.
Setjið smá ólífuolíu yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar.
Setjið sveppaskelina ofan á fiskinn.
Bakið fiskinn í ofni í 12-15 mínútur, fer eftir þykktinni á fiskinum.
Berið fram með kartöflumaukinu.