Besta fiskisúpan

Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir leggur áherslu á hollan og bragðgóðan …
Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir leggur áherslu á hollan og bragðgóðan mat. Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi bragðmikla fiskisúpa kem­ur frá Höllu Maríu Sveins­dótt­ur sem rek­ur kaffi­húsið Hjá Höllu í Grinda­vík. Súp­an er bæði mat­ar­mik­il og stút­full af græn­meti og gúm­melaði.  Upp­skrift­in birt­ist fyrst í Sunnu­dags­blaðinu.

Besta fiskisúpan

Vista Prenta

Fyr­ir 8-10 manns

3 msk. olía

2 litl­ir lauk­ar, smátt saxaðir

2 paprik­ur, skorn­ar í litla bita

2 gul­ræt­ur, skorn­ar í litla bita

2 sell­e­rístilk­ar, skorn­ir í litla bita

4 hvít­lauks­geir­ar, smátt saxaðir

2 msk. engi­fer­rót, smátt söxuð (gott er að setja græn­metið hér að ofan í mat­vinnslu­vél og sleppa við að saxa)

dass af karríi madras (eft­ir smekk)

3 msk. mild curry paste (best frá Pataks)

1 tsk. sjáv­ar­salt

1 tsk. pip­ar 800 ml vatn

2 dós­ir kó­kos­mjólk

800 ml rjómi

2 fiski­ten­ing­ar

2 msk. fiskisósa

2 avóka­dó, skorið í litla bita (má ekki vera óþroskað því þá kem­ur vont bragð af því)

3 lime, kreist vel

3 msk. kórí­and­er

fisk­ur að eig­in vali – 100–150 g á mann

Í smjör­bollu

30 g smjör
30 g fínt spelt

Steikið græn­metið upp úr ol­í­unni og bætið karríi, curry paste, salti og pip­ar sam­an við. Bætið því næst vatni, kó­kos­mjólk, rjóma, ten­ing­um og fiskisósu sam­an við og náið suðu.

Til að þykkja súp­una aðeins er gott að búa til smjör­bollu og setja út í. Þá er smjör og fínt spelt hrært sam­an í potti þannig að úr verður lít­il bolla.

Bætið smjör­boll­unni smátt og smátt í súp­una meðan hún sýður á væg­um hita (smjör­boll­unni má sleppa ef fólk vill síður nota mjöl í súp­una).

Þegar súp­an er búin að sjóða í 5-10 mín. má bæta avóka­dó, lime og kórí­and­er við hana og smakka hana til og kannski bæta smá salti við hana. Og svo er það auðvitað fisk­ur­inn! Gott er að nota bleikju, þorsk og hum­ar og mæli ég með 100-150 g á mann eft­ir því hversu mat­ar­mik­il hún á að vera. Skolið fisk­inn vel og látið leka vel af hon­um. Setjið hann út í sjóðheita súp­una og látið hann eld­ast þar í smá stund. Berið fram með góðu brauði.

Halla María Svansdóttir byrjaði smátt í eldhúsinu heima hjá sér …
Halla María Svans­dótt­ir byrjaði smátt í eld­hús­inu heima hjá sér fyr­ir fjór­um árum. Nú rek­ur hún fyr­ir­tæki sem fæðir hátt í tvö hundruð manns á dag. Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert