Besta fiskisúpan

Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir leggur áherslu á hollan og bragðgóðan …
Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir leggur áherslu á hollan og bragðgóðan mat. Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi bragðmikla fiskisúpa kemur frá Höllu Maríu Sveinsdóttur sem rekur kaffihúsið Hjá Höllu í Grindavík. Súpan er bæði matarmikil og stútfull af grænmeti og gúmmelaði.  Uppskriftin birtist fyrst í Sunnudagsblaðinu.

Fyrir 8-10 manns

3 msk. olía

2 litlir laukar, smátt saxaðir

2 paprikur, skornar í litla bita

2 gulrætur, skornar í litla bita

2 sellerístilkar, skornir í litla bita

4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

2 msk. engiferrót, smátt söxuð (gott er að setja grænmetið hér að ofan í matvinnsluvél og sleppa við að saxa)

dass af karríi madras (eftir smekk)

3 msk. mild curry paste (best frá Pataks)

1 tsk. sjávarsalt

1 tsk. pipar 800 ml vatn

2 dósir kókosmjólk

800 ml rjómi

2 fiskiteningar

2 msk. fiskisósa

2 avókadó, skorið í litla bita (má ekki vera óþroskað því þá kemur vont bragð af því)

3 lime, kreist vel

3 msk. kóríander

fiskur að eigin vali – 100–150 g á mann

Í smjörbollu

30 g smjör
30 g fínt spelt

Steikið grænmetið upp úr olíunni og bætið karríi, curry paste, salti og pipar saman við. Bætið því næst vatni, kókosmjólk, rjóma, teningum og fiskisósu saman við og náið suðu.

Til að þykkja súpuna aðeins er gott að búa til smjörbollu og setja út í. Þá er smjör og fínt spelt hrært saman í potti þannig að úr verður lítil bolla.

Bætið smjörbollunni smátt og smátt í súpuna meðan hún sýður á vægum hita (smjörbollunni má sleppa ef fólk vill síður nota mjöl í súpuna).

Þegar súpan er búin að sjóða í 5-10 mín. má bæta avókadó, lime og kóríander við hana og smakka hana til og kannski bæta smá salti við hana. Og svo er það auðvitað fiskurinn! Gott er að nota bleikju, þorsk og humar og mæli ég með 100-150 g á mann eftir því hversu matarmikil hún á að vera. Skolið fiskinn vel og látið leka vel af honum. Setjið hann út í sjóðheita súpuna og látið hann eldast þar í smá stund. Berið fram með góðu brauði.

Halla María Svansdóttir byrjaði smátt í eldhúsinu heima hjá sér …
Halla María Svansdóttir byrjaði smátt í eldhúsinu heima hjá sér fyrir fjórum árum. Nú rekur hún fyrirtæki sem fæðir hátt í tvö hundruð manns á dag. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert