Svona skerðu granatepli á 10 sekúndum

Granatepli eru mjög bragðmikil og góð en það getur verið …
Granatepli eru mjög bragðmikil og góð en það getur verið töluvert baks að nálgast kjarnana úr þeim.

Granatepli eru í miklu uppáhaldi hjá mörgun enda einstaklega safarík og góð. Eplið er skorið í tvennt en kjarnarnir innan úr eru það eina sem er ætt á eplinu. Kjarnarnir eru æðilegir einir og sér sem millimál, út á salöt eða morgunverðaskálar, í hristinga eða til að skreyta tertur. Kjarnarnir eru einstaklega hollir og virka vel gegn of háum blómþrýsting, þau eru stútfull af andoxunarefnum, eru góð gegn bólgum og rannsóknir benda jafnvel til þess að þau geti haft góð áhrif sem krabbameinsvörn. Að þessu sögðu er ekki gaman að skera þau og reyna að nálgast kjarnana gómsætu. Rauður safinn á það til að sprautast út um allt og þetta getur tekið þó nokkurn tíma. 

Fitfortwotv er youtube rás þar sem parið Marta og Brock kenna hin ýmsu hollráð varðandi heilsu. Þau kenna meðal annars hvernig best er að skera granatepli. Sjón er sögu ríkari.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert