Sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum. Sjálf hef ég mikið dálæti á sætkartöflumús en nenni minna að skræla og sjóða og frekar að njóta. Fyrir nokkrum árum kenndi vinkona mín mér snilldarráð við að elda sætar kartöflur á sem fljótlegasta og auðveldasta máta fyrir kokkinn þó elduninn taki auðvitað sinn tíma (sjá myndband hér að neðan.)
- Skolið kartöflurnar og gatið með gafli.
- Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír á plötu.
- Bakið kartöflurnar í heilu lagi í um það bil 1,5 klst. eða þar til þú getur auðveldlega stungið prjónií gegnum þær. Kartöflurnar eiga sum sé að vera lungamjúkar.
- Takið þá kartöflurnar og út og njótið - til dæmis í sætkartöflumús! Kartöflurnar eru líka tilvaldnar í súpur eða sem barnamatur.